Opnað verður fyrir Rafræna Reykjavík vegna skólaársins 2019-2020 á morgun, föstudaginn 22. mars kl. 9.
Sækja verður um fyrir nemendur sem voru í skólanum í vetur eigi þeir að halda áfram námi og hafa þarf Tónmenntaskóla Reykjavíkur í 1. vali. Þeir fá hins vegar forgang við skráningu til 5.apríl.
Við biðjum ykkur um að bregðast hratt við, til að tryggja börnum ykkar áframhaldandi skólavist og sækja um fyrir föstudaginn 5. apríl.
Allar nánari upplýsingar undir flipanum hér vinstra megin: „Sækja um nám“.