Skólastarf hefst

Skrifstofa Tónmenntaskólans hefur opnað á ný eftir sumarleyfi og er hún opin alla virka daga milli kl. 13-16.

Hljóðfærakennsla og kennsla í fiðlu-, selló- og píanóforskóla hefst frá og með fimmtudeginum 25. ágúst. 

Kennsla í tónfræði og almennum forskóla hefst mánudaginn 5. september.  

Grunnskólar í Reykjavík hefjast flestir 22. ágúst og munu þá stundaskrár liggja fyrir.

Hljóðfærakennarar verða í sambandi við alla sína nemendur í næstu viku. Í kjölfarið eru foreldrar vinsamlegast beðnir um að senda kennurum stundaskrár barna sinna vel merktar með nafni barns á sjálfri stundaskránni (ekki bara í tölvupóstinum). Athugið að ef taka á tillit til annarra tómstunda þurfa upplýsingar um þær að vera vel merktar inn á skrána. Skólinn getur ekki breytt sinni stundaskrá vegna tíma sem kunna að koma inn síðar eða eftir 5. september.

Foreldrar barna í Forskóla I og Forskóla II þurfa ekki að senda stundaskrár þar sem forskólinn er aðeins í boði á vissum tímum.

Ganga þarf frá skólagjöldum við upphaf skólaárs. Kröfur vegna skólagjalda hafa nú þegar borist í heimabanka vegna fyrri hluta greiðslna en seinni hluti greiðist í febrúar.  

Allar nánari upplýsingar um skólagjöld má finna á heimasíðu skólans www.tonmenntaskoli.is

Hlökkum til að sjá ykkur í skólanum.

Fleiri fréttir

Vorhátíð – opið hús

Tónmenntaskólinn verður með opið hús laugardaginn 5. apríl nk. milli kl.13 og 15. Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir inn í hið sögufræga hús Tónmenntaskólans „Franska spítalann“ við Lindargötu 51, til að kynna sér starfsemi skólans, en þar stunda rúmlega

Lesa meira

Leikskólaheimsóknir

Þriðjudaginn 11. mars og miðvikudaginn 12. mars stendur mikið til því þá koma hátt í 230 leikskólabörn frá 11 leikskólum í heimsókn hingað á Lindargötuna. Nemendur Tónmenntaskólans verða með hljóðfærakynningar fyrir börnin og svo syngjum við og spilum saman fjögur

Lesa meira

Vetrarfrí 20. – 25. feb

Minnum á að vetrarfrí er í Tónmenntaskólanum frá fim. 20. febrúar til þrið. 25. febrúar (báðir dagar meðtaldir) og því engin kennsla þá daga og skrifstofan lokuð.

Lesa meira

Jólatónleikar og síðustu kennsludagar

Jólatónleikar skólans verða laugardaginn 14. desember kl. 14 í Bústaðakirkju. Á þeim tónleikum spila ekki allir nemendur skólans en auðvitað eru öll velkomin að koma og hlusta. Húsið opnar fyrir hlustendur kl.13:40. Síðustu kennsludaga fyrir jól verða helgaðir allskyns jólasamspilum bæði

Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins 9. okt kl.18

Það hefur ekki svo lítið verið rætt undanfarið um nauðsyn þess að foreldrar taki virkan þátt í skólalífi barna sinna. Foreldrafélag Tónmenntaskóla Reykjavíkur er einmitt liður í slíkri þátttöku. Allir foreldrar/forráðamenn verða sjálfkrafa félagsmenn í foreldrafélaginu, ekki eru innheimt félagsgjöld og því heldur

Lesa meira

Add Your Heading Text Here