Skólastarf hefst

Skrifstofa Tónmenntaskólans hefur opnað á ný eftir sumarleyfi og er hún opin alla virka daga milli kl. 13-16.

Hljóðfærakennsla og kennsla í fiðlu-, selló- og píanóforskóla hefst frá og með fimmtudeginum 25. ágúst. 

Kennsla í tónfræði og almennum forskóla hefst mánudaginn 5. september.  

Grunnskólar í Reykjavík hefjast flestir 22. ágúst og munu þá stundaskrár liggja fyrir.

Hljóðfærakennarar verða í sambandi við alla sína nemendur í næstu viku. Í kjölfarið eru foreldrar vinsamlegast beðnir um að senda kennurum stundaskrár barna sinna vel merktar með nafni barns á sjálfri stundaskránni (ekki bara í tölvupóstinum). Athugið að ef taka á tillit til annarra tómstunda þurfa upplýsingar um þær að vera vel merktar inn á skrána. Skólinn getur ekki breytt sinni stundaskrá vegna tíma sem kunna að koma inn síðar eða eftir 5. september.

Foreldrar barna í Forskóla I og Forskóla II þurfa ekki að senda stundaskrár þar sem forskólinn er aðeins í boði á vissum tímum.

Ganga þarf frá skólagjöldum við upphaf skólaárs. Kröfur vegna skólagjalda hafa nú þegar borist í heimabanka vegna fyrri hluta greiðslna en seinni hluti greiðist í febrúar.  

Allar nánari upplýsingar um skólagjöld má finna á heimasíðu skólans www.tonmenntaskoli.is

Hlökkum til að sjá ykkur í skólanum.

Fleiri fréttir

Aðalfundur foreldrafélagsins 9. okt kl.18

Það hefur ekki svo lítið verið rætt undanfarið um nauðsyn þess að foreldrar taki virkan þátt í skólalífi barna sinna. Foreldrafélag Tónmenntaskóla Reykjavíkur er einmitt liður í slíkri þátttöku. Allir foreldrar/forráðamenn verða sjálfkrafa félagsmenn í foreldrafélaginu, ekki eru innheimt félagsgjöld og því heldur

Lesa meira

Skólastarf hefst miðvikudaginn 28. ágúst 2024

Skrifstofa Tónmenntaskólans hefur opnað á ný eftir sumarleyfi og er hún opin alla virka daga milli kl. 13-16. Hljóðfærakennsla og kennsla í hljóðfæraforskólum hefst frá og með miðvikudeginum 28. ágúst.  Kennsla í almennum forskóla (Forskóli I og Forskóli II )

Lesa meira

Sumarlokun.

Skólinn er nú kominn í sumarfrí. Skrifstofan opnar aftur 19. ágúst – ef erindið þolir ekki bið má senda okkur tölvupóst á tms@tonmenntaskoli.is. Fyrstu kennsludagar næsta skólaárs eru eftirfarandi: Hljóðfærakennsla og hljóðfæraforskólar hefjast 28. ágúst. Forskóli I og II hefjast

Lesa meira

Síðustu kennsludagar / Vortónleikar og Útskrift

Síðasti prófdagur tónfræðikennslunnar: Fimmtudagur 8. maí Síðasti dagur forskóla I og forskóla II: Miðvikudagur 22. maí Síðasti dagur hljóðfærakennslunnar: Fimmtudagur 23. Maí VORTÓNLEIKAR og ÚTSKRIFT : Fimmtudaginn 23. maí í Iðnó kl.18. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Lesa meira

Nótan 2024

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, er haldin á morgun, laugardaginn 13. apríl í Salnum, Kópavogi. Þar á Tónmenntaskóli Reykjavíkur tvo glæsilega fulltrúa, þau Ólaf Þórarinsson, fagottleikara sem spilar á tónleikunum kl.11 og Matyldu Önnu Chodkiewicz, klarinettuleikara sem spilar á tónleikunum kl.13. Meðleikari

Lesa meira

Innritun hafin!

Innritun vegna næsta skólaárs 2024-2025 er nú hafin. Sótt er um hér á heimasíðunni Núverandi nemendur þurfa ekki að sækja um aftur heldur aðeins greiða staðfestingargjald í heimabanka.

Lesa meira

Páskaleyfi

Páskaleyfi er í Tónmenntaskólanum dagana 25. mars – 1. apríl að báðum dögum meðtöldum. Gleðilega páska 🐣

Lesa meira

Vetrarleyfi 14. – 20. feb

Minnum á að vetrarleyfi er í Tónmenntaskólanum 14. – 20. febrúar að báðum dögum meðtöldum. Á það skal minnst að þegar haust- og vetrarleyfi eru ákveðin er farið eftir útsendu dagatali frá Skóla- og frístundasviði borgarinnar. Borgin mælist til þess að skólar

Lesa meira

Add Your Heading Text Here