Skrifstofa Tónmenntaskólans hefur opnað á ný eftir sumarleyfi og er hún opin alla virka daga milli kl. 13-16.
Hljóðfærakennsla og kennsla í fiðlu-, selló- og píanóforskóla hefst frá og með fimmtudeginum 25. ágúst.
Kennsla í tónfræði og almennum forskóla hefst mánudaginn 5. september.
Grunnskólar í Reykjavík hefjast flestir 22. ágúst og munu þá stundaskrár liggja fyrir.
Hljóðfærakennarar verða í sambandi við alla sína nemendur í næstu viku. Í kjölfarið eru foreldrar vinsamlegast beðnir um að senda kennurum stundaskrár barna sinna vel merktar með nafni barns á sjálfri stundaskránni (ekki bara í tölvupóstinum). Athugið að ef taka á tillit til annarra tómstunda þurfa upplýsingar um þær að vera vel merktar inn á skrána. Skólinn getur ekki breytt sinni stundaskrá vegna tíma sem kunna að koma inn síðar eða eftir 5. september.
Foreldrar barna í Forskóla I og Forskóla II þurfa ekki að senda stundaskrár þar sem forskólinn er aðeins í boði á vissum tímum.
Ganga þarf frá skólagjöldum við upphaf skólaárs. Kröfur vegna skólagjalda hafa nú þegar borist í heimabanka vegna fyrri hluta greiðslna en seinni hluti greiðist í febrúar.
Allar nánari upplýsingar um skólagjöld má finna á heimasíðu skólans www.tonmenntaskoli.is
Hlökkum til að sjá ykkur í skólanum.