Skrifstofa Tónmenntaskólans hefur opnað á ný eftir sumarleyfi og er hún opin alla virka daga milli kl. 13-16.
Hljóðfærakennsla og kennsla í hljóðfæraforskólum hefst frá og með miðvikudeginum 28. ágúst.
Kennsla í almennum forskóla (Forskóli I og Forskóli II ) hefst mánudaginn 2. september.
Kennsla í tónfræði hefst mánudaginn 9. september.
Ganga þarf frá skólagjöldum við upphaf skólaárs. Kröfur vegna skólagjalda hafa nú þegar borist í heimabanka vegna fyrri hluta greiðslna en seinni hluti greiðist í febrúar. Allar nánari upplýsingar um skólagjöld má finna hér á heimasíðunni.
Hlökkum til að sjá ykkur í skólanum