Næstu tvær vikurnar (12. – 25. sept) stendur foreldrafélagið sem fyrr fyrir sölu á skólapeysunum sívinsælu, en þar gefst tækifæri til að kaupa peysur með merki skólans.
Fyrir framan biðstofu skólans má sjá eintök af peysunum í mismunandi stærðum. Þar liggur einnig skráningarblað fyrir pantanir.
Lokadagur til að skila inn pöntunum er sunnudagurinn 25. september
Þemavika
Þemavika hefst í skólanum á mánudaginn, 23. janúar. Á þemaviku verða 30 námskeið í boði og því ljóst að hún verður skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu og við hlökkum mikið til. Nemendur eru skráðir í mismörg námskeið út vikuna. Skólinn mun