Næstu tvær vikurnar (12. – 25. sept) stendur foreldrafélagið sem fyrr fyrir sölu á skólapeysunum sívinsælu, en þar gefst tækifæri til að kaupa peysur með merki skólans.
Fyrir framan biðstofu skólans má sjá eintök af peysunum í mismunandi stærðum. Þar liggur einnig skráningarblað fyrir pantanir.
Lokadagur til að skila inn pöntunum er sunnudagurinn 25. september

Páskaleyfi
Páskaleyfi er í Tónmenntaskólanum dagana 14. – 21. apríl að báðum dögum meðtöldum. Vinsamlega athugið að skrifstofa skólans opnar ekki fyrr en föstudaginn 25. apríl þó kennsla hefjist þriðjudaginn 22. apríl.