Næstu tvær vikurnar (12. – 25. sept) stendur foreldrafélagið sem fyrr fyrir sölu á skólapeysunum sívinsælu, en þar gefst tækifæri til að kaupa peysur með merki skólans.
Fyrir framan biðstofu skólans má sjá eintök af peysunum í mismunandi stærðum. Þar liggur einnig skráningarblað fyrir pantanir.
Lokadagur til að skila inn pöntunum er sunnudagurinn 25. september
Aðalfundur foreldrafélagsins 9. okt kl.18
Það hefur ekki svo lítið verið rætt undanfarið um nauðsyn þess að foreldrar taki virkan þátt í skólalífi barna sinna. Foreldrafélag Tónmenntaskóla Reykjavíkur er einmitt liður í slíkri þátttöku. Allir foreldrar/forráðamenn verða sjálfkrafa félagsmenn í foreldrafélaginu, ekki eru innheimt félagsgjöld og því heldur