Frá og með þriðjudeginum 24. mars og fram að páskafríi verður öll kennsla við Tónmenntaskólann í formi fjarkennslu.
Kennarar verða í sambandi á næstu dögum við sína nemendur um framhaldið.
Þó skólinn sé lokaður allri umferð þá er skrifstofan auðvitað mönnuð og hægt að hafa samband annaðhvort í gegnum tölvupóst tms@tonmenntaskoli.is eða í síma 562 8477 milli kl.13-16 alla virka daga.
Í sameiningu gerum við það besta úr erfiðri stöðu og því biðjum við ykkur um að aðstoða og hjálpa börnunum við að vera dugleg að hlusta á efni heima, skila verkefnum, halda þeim að náminu og láta tónlistina hljóma sem mest heima.

Sumarleyfi
Tónmenntaskólinn er nú kominn í sumarleyfi og skrifstofan lokuð til 18. ágúst. Þið getið hins vegar alltaf sent okkur tölvupóst því við lítum á hann við og við 😉 Fyrsti kennsludagur í haust er fimmtudagur 28. ágúst. Hafið það gott