Nýja skólaárið 2016-2017 er nú farið vel af stað. Hljóðfærakennslan hófst mánudaginn 29. ágúst og tónfræðakennslan hófst 12. september.
Enn er hægt að innrita örfáa 8-10 ára nemendur á eftirfarandi hljóðfæri: píanó, fiðlu og gítar. Einnig 1 nemanda á þverflautu og 1 á klarinett eða saxófón.
Forskóladeildir skólans eru nánast fullskipaðar. Samt er enn hægt að innrita einn 6 ára nemanda í Forskóla I.
Ef ætlunin er að innrita nemanda þarf fyrst að skrá hann inn á Rafræna Reykjavík og hafa Tónmenntaskólann sem fyrsta val.
Fljótlega verður sent út fyrra fréttabréf skólaársins. Þar koma fram ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra nemenda. Þar kemur einnig fram skóladagatalið 2016-2017 sem er að sjálfsögðu einnig inn á heimasíðunni.
Helstu viðburðir á haustönninni eru aðventutónleikar í nóvember og jólatónleikar í Bústaðakirkju, einnig í nóvember.
Að síðustu má minna á að haustfrí er í skólanum eins og í flestum grunnskólum borgarinnar. Það er dagana 20., 21. og 24. október (fimmtudag, föstudag og mánudag). Svo er bara að vona að veikindi herji sem minnst á nemendur og kennara og að allir fái sem mest út úr haustönninni.
Bestu kveðjur
Skólastjóri