Ný Rytmadeild – Miðstöðin

Í Tónmenntaskóla Reykjavíkur eru laus örfá pláss í Miðstöðina.

Miðstöðin er sameiginleg rytmadeild Tónmenntaskóla Reykjavíkur,  Nýja tónlistarskólans og Tónlistarskólans í Grafarvogi.

Deildinni er ætlað að koma til móts við áhugasvið þeirra nemenda sem vilja stunda tónlistarnám af kappi en hafa meiri áhuga á námi í popptónlist en hefðbundnu klassísku tónlistarnámi.
Kennt er eftir rytmískri aðalnámskrá tónlistarskólanna og er mikil áhersla lögð á samspil í deildinni. Allir nemendur Miðstöðvarinnar fá bæði einkatíma og samspilstíma, en nemendur eru einnig hvattir til að mæta sem gestir í einkatíma félaga sinna í þeim samspilsverkefnum sem þeir eru í.
Á undanförnum árum hefur Miðstöðin staðið fyrir fjölda útitónleika á götum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga í samstarfi við sveitarfélögin. Nemendur hennar hafa tekið þátt í ýmsum keppnum svo sem Músíktilraunum og Nótunni og nefna má að hljómsveitir á vegum deildarinnar hafa unnið Jólalagakeppni Rásar 2 þrívegis.

Hljómsveitir deildarinnar hafa einnig leikið á útitónleikum erlendis í samstarfi við bæði Kaupmannahafnarborg og Berlínarborg. Verkefni tengd deildinni hafa auk þess tvívegis hlotið Erasmus+ styrki á vegum Evrópusambandsins til samstarfs við nemendur í öðrum löndum.

Um 20 nemendur eru nú í hljómsveitarstarfi á vegum deildarinnar í fjórum hljómsveitum.

Nefna má að ein hljómsveitin sem starfar innan Miðstöðvarinnar og er skipuð 15-16 ára ungmennum leikur nú á vikulegum klukkustundar tónleikum flesta fimmtudaga á Hressingarskálanum oft fyrir fullu húsi.
Hægt er að sjá verkefni á vegum deildarinnar á youtube undir „miðstöðin“.

Áhugasamir vinsamlegast sækið um (merkið við rytmadeild) í gegnum Rafræna Reykjavík fyrir 9.janúar 2019. Umsækjendur verða að vera fæddir 2007 eða fyrr. Umsækjendur sem hafa tónlistarnám að baki, á hvaða hljóðfæri sem er, ganga fyrir.

Fleiri fréttir

Vorhátíð – opið hús

Tónmenntaskólinn verður með opið hús laugardaginn 5. apríl nk. milli kl.13 og 15. Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir inn í hið sögufræga hús Tónmenntaskólans „Franska spítalann“ við Lindargötu 51, til að kynna sér starfsemi skólans, en þar stunda rúmlega

Lesa meira

Leikskólaheimsóknir

Þriðjudaginn 11. mars og miðvikudaginn 12. mars stendur mikið til því þá koma hátt í 230 leikskólabörn frá 11 leikskólum í heimsókn hingað á Lindargötuna. Nemendur Tónmenntaskólans verða með hljóðfærakynningar fyrir börnin og svo syngjum við og spilum saman fjögur

Lesa meira

Vetrarfrí 20. – 25. feb

Minnum á að vetrarfrí er í Tónmenntaskólanum frá fim. 20. febrúar til þrið. 25. febrúar (báðir dagar meðtaldir) og því engin kennsla þá daga og skrifstofan lokuð.

Lesa meira

Jólatónleikar og síðustu kennsludagar

Jólatónleikar skólans verða laugardaginn 14. desember kl. 14 í Bústaðakirkju. Á þeim tónleikum spila ekki allir nemendur skólans en auðvitað eru öll velkomin að koma og hlusta. Húsið opnar fyrir hlustendur kl.13:40. Síðustu kennsludaga fyrir jól verða helgaðir allskyns jólasamspilum bæði

Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins 9. okt kl.18

Það hefur ekki svo lítið verið rætt undanfarið um nauðsyn þess að foreldrar taki virkan þátt í skólalífi barna sinna. Foreldrafélag Tónmenntaskóla Reykjavíkur er einmitt liður í slíkri þátttöku. Allir foreldrar/forráðamenn verða sjálfkrafa félagsmenn í foreldrafélaginu, ekki eru innheimt félagsgjöld og því heldur

Lesa meira

Add Your Heading Text Here