Nú er haustönnin vel hálfnuð og farið að síga á seinni hlutann.
Framundan eru aðventutónleikar laugardagana 12. og 19.
nóvember kl. 13:00 og 14:30 báða dagana. Þar koma fram
allir nemendur skólans sem eru að læra á hljóðfæri.
Tónleikarnir eru haldnir í Snorrabúð, tónleikasal
Söngskólans í Reykjavík. Síðan verða haldnir jólatónleikar
í Bústaðakirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 17:00. Þar
kemur einnig fram Skólahljómsveit Austurbæjar.
Kennslan í skólanum heldur áfram skv. stundaskrá og er
síðasti kennsludagur fyrir jól föstudagur 16. desember.
Fyrsti kennsludagur eftir áramót er fimmtudagur 5. janúar
2017.