Síðastliðinn laugardag voru Nótu tónleikar Tónmenntaskólans haldnir. Þar léku 10 nemendur skólans og stóðu þau sig öll með mikilli prýði. Dómnefnd, skipuð Rúnari Óskarssyni fyrrverandi skólastjóra og Þórunni Guðmundsdóttur formanni skólanefndar, valdi eftirfarandi atriði til að koma fram á Svæðatónleikum Nótunnar 2019 sem verða haldnir í Salnum Kópavogi sunnudaginn 24. Mars:
Elsa María Indriðadóttir, píanó, fulltrúi grunnáms
Katrín Jónsdóttir, fiðla, fulltrúi miðnáms
og
Aaron Carl Joseph Faderan, fiðla
Davíð Dimitry Indriðason, píanó, fulltrúar í samspils flokki
Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum um leið öllum sem tóku þátt.