Nótan

NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskóla fer fram næstu helgi á fimm svæðistónleikum. Tónlistarskólar landsins eru um 80 talsins og um 14.000 nemendur stunda nám innan tónlistarskólakerfisins. Tilgangur uppskeruhátíðarinnar er að beina kastljósinu að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemenda.
NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskóla var fyrst haldin skólaárið 2009-2010 og er árlegur viðburður í kerfi tónlistarskóla á Íslandi. Að Nótunni standa Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtök tónlistarskólastjóra. Hátíðin er í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í skólastarfið fyrir alla aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan. Síðustu tvö ár hefur ekki verið unnt að halda þessar uppskeruhátíðir með hefðbundnu sniði og er afar ánægjulegt að geta komið saman á ný og notið afraksturs skólastarfsins, á sama tíma og við vonandi kveðjum Covid-19 fyrir fullt og allt. Árið 2020 þurfti að fresta 10 ára afmælishátíð Nótunnar vegna Covid-19 og í fyrra fór fram Net-Nótan þar sem tónlistarskólar sendu inn myndbönd sem saman mynduðu sjónvarpsþætti á N4.

Við hvetjum sem flesta til að koma í Salinn á sunnudaginn, taka þátt í þessari miklu hátíð og hlusta á okkar mann, Ingabjörn Natan Guðmundsson (sem leikur á tónleikunum kl.13) ásamt fleirum frábærum tónlistarnemum.

Fleiri fréttir

Jólatónleikar og síðustu kennsludagar

Jólatónleikar skólans verða laugardaginn 14. desember kl. 14 í Bústaðakirkju. Á þeim tónleikum spila ekki allir nemendur skólans en auðvitað eru öll velkomin að koma og hlusta. Húsið opnar fyrir hlustendur kl.13:40. Síðustu kennsludaga fyrir jól verða helgaðir allskyns jólasamspilum bæði

Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins 9. okt kl.18

Það hefur ekki svo lítið verið rætt undanfarið um nauðsyn þess að foreldrar taki virkan þátt í skólalífi barna sinna. Foreldrafélag Tónmenntaskóla Reykjavíkur er einmitt liður í slíkri þátttöku. Allir foreldrar/forráðamenn verða sjálfkrafa félagsmenn í foreldrafélaginu, ekki eru innheimt félagsgjöld og því heldur

Lesa meira

Skólastarf hefst miðvikudaginn 28. ágúst 2024

Skrifstofa Tónmenntaskólans hefur opnað á ný eftir sumarleyfi og er hún opin alla virka daga milli kl. 13-16. Hljóðfærakennsla og kennsla í hljóðfæraforskólum hefst frá og með miðvikudeginum 28. ágúst.  Kennsla í almennum forskóla (Forskóli I og Forskóli II )

Lesa meira

Sumarlokun.

Skólinn er nú kominn í sumarfrí. Skrifstofan opnar aftur 19. ágúst – ef erindið þolir ekki bið má senda okkur tölvupóst á tms@tonmenntaskoli.is. Fyrstu kennsludagar næsta skólaárs eru eftirfarandi: Hljóðfærakennsla og hljóðfæraforskólar hefjast 28. ágúst. Forskóli I og II hefjast

Lesa meira

Síðustu kennsludagar / Vortónleikar og Útskrift

Síðasti prófdagur tónfræðikennslunnar: Fimmtudagur 8. maí Síðasti dagur forskóla I og forskóla II: Miðvikudagur 22. maí Síðasti dagur hljóðfærakennslunnar: Fimmtudagur 23. Maí VORTÓNLEIKAR og ÚTSKRIFT : Fimmtudaginn 23. maí í Iðnó kl.18. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Lesa meira

Nótan 2024

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, er haldin á morgun, laugardaginn 13. apríl í Salnum, Kópavogi. Þar á Tónmenntaskóli Reykjavíkur tvo glæsilega fulltrúa, þau Ólaf Þórarinsson, fagottleikara sem spilar á tónleikunum kl.11 og Matyldu Önnu Chodkiewicz, klarinettuleikara sem spilar á tónleikunum kl.13. Meðleikari

Lesa meira

Innritun hafin!

Innritun vegna næsta skólaárs 2024-2025 er nú hafin. Sótt er um hér á heimasíðunni Núverandi nemendur þurfa ekki að sækja um aftur heldur aðeins greiða staðfestingargjald í heimabanka.

Lesa meira

Add Your Heading Text Here