Viðauki

Á þessari síðu má sjá dæmi um umsókn fyrir skólapróf, prófsskírteini frá Tónmenntaskólanum í hljóðfæraleikprófsskírteini frá Tónmenntaskólanum í tónfræðum, matsblað fyrir nám í hóptímum og fyrir hljóðfæranám og auk þessvitnisburðarblað fyrir miðsvetrarmat (sem sent er út í janúar).  Til glöggvunar er miðsvetrarmatið fyllt út með tilbúnum upplýsingum.  Að síðustu, má sjá dæmi um vormat þ.e.  vitnisburð sem sendur er út á vorin eftir að skóla lýkur.  Einnig þar eru settar inn tilbúnar upplýsingar til glöggvunar.  Þessu til viðbótar eru sýnd dæmi um þau eyðublöð sem notuð eru á vegum Prófanefndar menntamálaráðuneytisins, þ.e. vitnisburðarblað fyrir Grunnpróf í hljóðfæraleik og Miðpróf  í hljóðfæraleik.  Ef nemendur sem taka Grunnpróf í hljóðfæraleik hafa einnig lokið Grunnprófi í tónfræði fá þeir Áfangaprófsskírteini fyrir Grunnpróf, dæmi um slíkt er sýnt.  Ef nemendur sem taka Miðpróf í hljóðfæraleik hafa einnig lokið Miðprófi í tónfræði þá fá þeir Áfangaprófskírteinifyrir Miðpróf (sjá dæmi).

Hér koma eyðublöðin:

Umsókn fyrir skólapróf  í hljóðfæraleik er fyllt út af kennara áður en að prófi kemur.  Á umsókninni er tilgreind tegund prófs (Forpróf  I eða II eða Millipróf).  

Prófdómari skrifar á umsóknarblaðið umsögn í orðum um hvern prófþátt telji hann þörf á því.  Einkunn er skráð bæði í tölum og bókstöfum:  ÁG = ágætt, MG = mjög gott, GO = gott, AL = allgott, VI = viðunandi.  (Sjá nánar í skýringum á eyðublaðinu neðst).  Á Prófskírteininu, sem afhent er í fyrsta hljóðfæratíma eftir próf eða fljótlega eftir það, kemur vitnisburður hins vegar aðeins fram í orðum auk upplýsinga um hvaða stig eða próf var tekið og hvaða verk voru leikin (sjá dæmi).

Nemandi fær umsóknarblaðið afhent  með umsögnum prófdómara að prófi loknu eða fljótlega eftir það, í síðasta lagi þegar hann fær prófskírteinið afhent.  Kennari fer yfir umsagnir prófdómara með nemandanum.

Um matsaðferðir í skólaprófum
Skólapróf í tónfræðum
eru yfirleitt tekin í mars eða í síðasta lagi apríl.  Forstig og I. stig eru í einum hluta.   II. og IV. stig eru tekin í tveimur hlutum, annars vegar skriflegum og hins vegar hluta byggðum á hlustun.  III. stig svarar til Grunnprófs í tónfræði og V. stig svarar til Miðprófs í tónfræði.  Þessi próf eru tekin skv. fyrirmælum og stöðlun Prófanefndar tónlistaraskóla sem gilda fyrir alla tónlistarskóla í landinu.  Skólapróf Tónmenntaskólans í tónfræðum eru stöðluð.  Einkunnakvarðinn er hinn sami og fyrir hljóðfærastigspróf, 60 – 100 einingar (6 – 10).  Þegar kennari hefur farið yfir prófin fá nemendur að vita einkunnir í tölum en á prófskírteininu kemur einkunnin aðeins fram í orðum.  Einkunnin í tölustöfum kemur hinsvegar fram í Miðsvetrarmatinu og / eða í Vormatinu.  Nemendur fá prófskírteini afhent í næsta eða þarnæsta tíma eftir að próf er tekið.

Hafi nemandi verið veikur þegar próf í tónfræði fór fram getur hann tekið sjúkrapróf viku eða tveimur vikum síðar.  Nái nemandi ekki prófi getur hann endurtekið prófið næsta haust og kemur þetta fram á vitnisburðarblaði nemandans.  Þetta á við um 1., 2. og  4. stig í tónfræði.  Ef nemandi nær ekki forstigsprófinu í tónfræði í 2. bekk endurtekur hann prófið í næsta eða þarnæsta tíma.  Tæplega kemur til þess að nemandi nái ekki skólaprófi í hljóðfæraleik vegna þess að hljóðfærakennari sendir ekki nemanda í skólapróf nema nemandinn sé nokkuð öruggur um að ná því þokkalega vel.

Hvað varðar áfangapróf í hljóðfæraleik og tónfræði (þ.e. Grunnpróf og Miðpróf) sem haldin eru og dæmd á vegum Prófanefndar tónlistarskólanna þá eru tónfræðaprófin endurtekin við hentugt tækifæri hafi nemandi ekki náð prófinu, t.d. hálfu ári síðar eða í síðasta lagi ári síðar, en af sömu ástæðum og áður eru nefndar kemur það tæplega fyrir að nemendur nái ekki þokkalegu prófi í hljóðfæraleik, hljóðfærakennari lætur nemanda sem stendur tæpt einfaldlega ekki taka próf heldur bíður með það þangað til nemandinn er tilbúinn að mati kennara.

Eins og sést á miðsvetrarmatsblaðinu og vormatsblaðinu er gefið fyrir ástundun ogárangur bæði í hljóðfæraleik og hóptímum. Ástundun segir til um heimavinnu og þátttöku en árangur metur næmi og hljóðfæraleik (eða það sem flokkast undir ýmiss konar næmi í hóptímum).  Skulu þessi atriði nú skýrð nánar eins og þau snúa að hljóðfæranáminu og námi í hóptímum.  Í því sambandi er best að rýna í matsblöðin fyrir nám í hljóðfæraleik og í hóptímum.

Einkunn fyrir ástundun byggir annars vegar á heimavinnu nemanda, þ.e. hvernig hann stundar heimaæfingar á hljóðfærið og vinnur tónfræðaverkefnin fyrir hóptímana.  Á hinn bóginn byggir einkunnin á þátttöku, þ.e., mati kennara á eftirfarandi þáttum:

 • áhuga – hve áhugasamur og vakandi nemandinn er í tímum
 • einbeitingu – hve einbeittur nemandinn er og hversu mikið úthald hann hefur við lausn verkefna
 • frumkvæði – hversu framtakssamur og virkur nemandinn er, einnig við það að koma á framfæri eigin hugmyndum
 • sjálfstæði – hve sjálfstæður nemandinn er í vinnubrögðum
 • samvinnu – hvernig nemandi vinnur með kennara og með öðrum í hópi.

Mat kennara á þátttöku er fyrst og fremst huglægt en heimavinnu og árangur má meta með hlutlægari hætti, t.d. má meta árangur (næmi og hljóðfæraleik) á formlegan hátt, svo sem með prófum.

Einkunn fyrir árangur er tvíþætt:  Gefið er fyrir næmi og hljóðfæraleik hvað viðkemur hljóðfæranáminu og fyrir næmi í sambandi við ýmis tónlistaratriði hvað viðvíkur náminu í hóptímunum.  Næmi felur því í sér mat á eftirfarandi þáttum:

Í hóptímum eru eftirfarandi þættir nefndir:

 • tónheyrn – hversu greinilega nemandi skynjar tónhæðir, tónbil og hljóma
 • hrynskyn – hversu greinilega nemandi skynjar hrynmynstur og mismunandi lengdargildi nótna og þagna
 • blæskyn – hversu vel nemandi getur aðgreint mismunandi blæ radda og hljóðfæra í einleik og samleik og eins hvernig honum tekst að laða fram mismunandi blæbrigði hljóðfæraleik
 • formskyn – hversu skýrt nemandi skynjar það sem er eins, líkt og ólíkt í formgerð tónlistar
 • minni – hversu nákvæmlega nemandi getur endurtekið laglínu- eða hrynmynstur sem leikin eru fyrir hann og hvernig honum gengur að leika verkefni eftir minni.

Í hljóðfæraleik eru eftirfarandi þættir metnir:

 • Sömu þættir og í hóptímum, þ.e. tónheyrn  / hlustun, hrynskyn, formskyn og minni
 • líkamsstaða / handstaða

Auk þess:

 • tónmyndun / ásláttur
 • nótnalestur
 • leikni
 • hlustun
 • annað, t.d. öndun við leik á blásturshljóðfæri eða bogatækni við leik á strengjahljóðfæri.

Í hóptímum er auk næmis í ýmsum tónlistarlegum þáttum lagt mat á eftirfarandi:

 • hreyfingu – t.d. í látbragðs- eða hrynleikjum í forskóla og eins hreyfingu eftir tónlist í  frjálsu eða bundnu formi
 • hljóðfæraleik – t.d. blokkflautuleik í forskóla, leik á skólahljóðfæri og á eigið hljóðfæri í hóptímum
 • tjáningu – t.d. söng og munnlega tjáningu (orðræðu).

Fyrir utan mat á ástundun og árangri er tekið mið af skólasókn nemanda.  Skólasókn er byggð á mætingaskrá kennara.  Ekki er gefin einkunn fyrir skólasókn, en ef fjarvistir fara yfir  vissan fjölda kennslustunda kemur athugasemd á vitnisburðarblaðið.  Einnig er getið um stundvísi.  Léleg skólasókn hefur að sjálfsögðu óhjákvæmilega áhrif á einkunnir í ástundun og árangri alveg eins og góð skólasókn mundi gera.

Matsblöð fyrir nám í hóptímum og fyrir hljóðfæranám, þar sem öll þessi atriði koma fram eru sýnd hér að neðan.  Þessi eyðuböð eru vinnublöð fyrir kennara og ekki ætluð öðrum, nema miðsvetrarmatið, sem sent er út í janúar og vormatið sem sent er út á vorin  að skólaári loknu.  Matsblöðin koma hér:

 1. Matsblað fyrir hljóðfæranám.
 2. Matsblað fyrir nám í hóptímum.
 3. Miðsvetrarmat.  Blaðið er fyrir “tilbúinn” nemanda sem hefur stundað nám í fjögur ár í Forskóla II, 1., 2. og 3. bekk.
 4. Vormat.  Blaðið sýnir dæmi um annan “tilbúinn” nemanda sem hefur stundað nám í fjögur ár.