Hóptímar

Nám í hóptímum er einnig metið á kvarðanum 60 til 100 (eða 6 til 10).  Þó eru yfirleitt notuð orð til að skilgreina námsárangur, en orðin miðuð við fyrrnefndan kvarða.  Metin er ástundun og árangur.

Með ástundun er annars vegar átt við heimavinnu  og hins vegar þátttöku.  Í heimavinnu er metið hvernig nemandi stundar ýmis heimaverkefni (frá og með 2. bekk) og hvernig hann vinnur vinnubók sína í tónfræðum sem kennarinn fer yfir tvisvar til þrisvar sinnum yfir veturinn. Í þátttöku er metinn áhugi, einbeiting, frumkvæði, sjálfstæði og samvinna.

Árangur er einnig tvíþættur.  Annars vegar felst hann í næmi sem samanstendur af tónheyrn, hrynskyni, blæskyni, formskyni og minni; hins vegar er metin færni í hreyfingu, hljóðfæraleik (á skólahljóðfæri, flautu og önnur hljóðfæri) og tjáningu (söng og orðræðu).  Fylgst er náið með skólasókn, hún skráð á vitnisburðarblaðið, en ekki er gefin sérstök einkunn fyrir hana.

Nánari skilgreining er til á öllum þessum þáttum óski nemandi eða forráðamenn hans að kynna sér matið nánar.