Óvæntar uppákomur

Fyrir utan hefðbundið skólahald eru alltaf einhverjar óvenjulegar uppákomur af ýmsum toga á hverju skólaári.  Hljómsveitir fara í ferðalög,  á landsmót skólalúðrasveita sem haldið er annað hvert ár og strengjasveitir á landsmót strengjasveita.  Stundum er farið í æfingabúðir fyrir tónleika.

Atvinnumenn í tónlist hafa haldið námskeið fyrir nemendur og unnið með þeim að ýmsum verkefnum.

Stundum koma þekktir tónlistarmenn í heimsókn og halda “master-class“ fyrir lengra komna nemendur í hljóðfæraleik.  Einnig hafa erlendir hópar hljóðfæraleikara heimsótt skólann og boðið upp á skemmtilegar uppákomur.

Nemendur skólans eru líka duglegir að fara í heimsókn og halda tónleika á ýmsum stofnunum, elliheimilum og leikskólum.