Námskipan

Taflan hér að neðan lýsir gróflega skipan náms við Tónmenntaskóla Reykjavíkur.

Kennslufyrirkomulag Kennslustundir á viku Lengd kennslustunda (í mín) Fjöldi nemenda í hópi
 Forskóli I og II: 2  50  7 – 9
 Fiðluforskóli: 2 30/45  2 – 6
Píanóforskóli: 2 30/30-40 2 – 4
Sellóforskóli: 2 30/30-40 2-4
 Hljóðfæratímar: 2 30 1
  eða 1 (eldri nemendur) 60
       
1. – 4. bekkur, hóptímar: 1  50   6 – 9
5. – 7. bekkur, hóptímar: 1 50-65  6 – 9
       
 Blásarasveit I & II: 2  90 – 120  breytilegur
 Strengjasveit I, II & III: 2  60 – 120  breytilegur
       
 Samspilshópar:  Samsettir af ólíkum hljóðfærum og starfa óreglulega.

Nám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur fer fram í 7 bekkjum og er deildaskipt sem hér segir:  Forskóli, almennar deildir (1. – 5. bekkur) og framhaldsdeild (6. – 7. bekkur).  

Fyrirkomulag þetta fellur að skipulagi aðalnámskrár um skiptingu tónlistarnáms í grunnnám að meðtöldu fornámi, miðnám og framhaldsnám samkvæmt eftifarandi lýsingu (sjá aðalnámskrá bls. 17 – 18):  Forskóli Tónmenntaskólans sinnir fornámi, grunnpróf er að jafnaði tekið í 5. bekk  (eða í síðasta lagi í 6. bekk) og nemendur sem útskrifast úr 7. bekk ljúka miðprófi ef nokkur kostur er.  Forpróf er tekið að jafnaði eftir 2 – 3 ára hljóðfæranám (í 3. – 4. bekk skólans) og millipróf er tekið á milli grunnprófs og  miðprófs, hugsanlega í 4. – 5. bekk eða 5. – 6. bekk.