Fimmtudaginn 10. nóvember kl.18 – 20, mun skólinn fá góðan gest í heimsókn en þá ætlar Svana Víkingsdóttir að halda masterclass fyrir píanónemendur. Svana hefur áratuga reynslu af píanókennslu en hún hefur m.a. kennt við MÍT og FÍH.
Við hvetjum ykkur öll til að kíkja við (það þarf ekki að sitja allan tímann) og sjá hvernig svona fer fram. Maður lærir nefnilega heilmikið af því að heyra hvað sagt er við aðra.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir og hlökkum til að sjá ykkur sem flest.