Innritun fyrir skólaárið 2017-2018 er hafin. Innritað er sem hér segir:
Börn fædd 2011 (6 ára) í Forskóla I
Börn fædd 2010 (7 ára) í Forskóla II
8 – 10 ára nemendur sem eru teknir beint í hljóðfæranám án undangengins forskólanáms. Hægt er að komast á eftirtalin hljóðfæri:
Strengjahljóðfæri: Fiðlu, lágfiðlu, selló og gítar
Suzuki: Fiðlu- og sellónám
Hljómborðshljóðfæri: Píanó, harmónika
Tréblásturshljóðfæri: Þverflautu, klarinett og saxófón.
Athugið að framboð á skólavist er mjög takmarkað. Það skal tekið fram að nauðsynlegt er að sækja um skólavist á Rafrænni Reykjavík og setja þá Tónmenntaskóla Reykjavíkur sem 1. val. Slóðin er rafraen.reykjavik.is. Skólinn mun þá bregðast við umsókninni. Skrifstofa skólans á Lindargötu 51 er opin alla virka daga frá kl. 13:00 – 15:00, sími: 562-8477
Skólastjóri