Þriðjudaginn 11. mars og miðvikudaginn 12. mars stendur mikið til því þá koma hátt í 230 leikskólabörn frá 11 leikskólum í heimsókn hingað á Lindargötuna. Nemendur Tónmenntaskólans verða með hljóðfærakynningar fyrir börnin og svo syngjum við og spilum saman fjögur lög eftir Braga Valdimarsson. Lögin eru Gilligill, Fíusólar syrpa, Orðin mín og Gordjöss svo þetta verður mikið fjör 😊 Allt er þetta æfing fyrir stóra daginn sem verður þann 7. apríl þegar hljómsveitin okkar og forskólabörn sameinast nemendum úr Tónskólanum í Reykjavík og 500 leikskólabörnum og syngja og spila á sviðinu í Eldborg, Hörpu á tvennum tónleikum kl. 13 og kl. 14:30.
Heimsóknir leikskólanna eru á eftirafarandi tímum:
Þriðjudaginn 11. mars
kl. 9:30 Laufásborg og Grænaborg
kl. 11:00 Miðborg, Drafnarsteinn og Sæborg
kl. 13:00 Vinagerði, Vesturborg og Tjarnarborg
Miðvikudaginn 12. mars
kl. 9:30 Hagaborg og Ægisborg
kl. 11:00 Rauðhóll