Harpa

Harpan er strengjahljóðfæri sem hægt er að spila á einn, í samspili eða í hljómsveit.  Saga hörpunnar er löng því hún hefur verið til síðan 3500 fyrir Krist. Til eru ýmsar gerðir og stærðir af hörpum sem hafa allt frá 22 strengjum upp í 47 strengi. Nokkrir strengirnir eru mismunandi á litinn svo auðveldara sé að finna rétta nótu. Nú á dögum eru hörpur notaðar í allskonar tónlist, svo sem þjóðlagatónlist, klassískri-, popp-, jazz- og nútíma tónlist.

Nemendur hefja oftast nám sjö til átta ára gamlir og byrja þá á Keltneska eða litla hörpu. Hörpunemendur eiga þess kost að leigja hörpu til að sinna heimaæfingum.

Kennarar
Sophie Marie Schoonjans
Hljóðdæmi

Kennslustundir á viku
1
Lengd kennslustunda
30
Fjöldi nemenda í hóp
1

Add Your Heading Text Here