Loksins hafa verið gerðar breytingar á reglugerðinni sem gerir tónlistarskólum kleift að starfa eftir sömu reglum og aðrir.Þetta þýðir að eftir helgina verður öll tónfræðikennsla kennd hér í skólanum, á upphaflegum tímum sem þið eruð með í School Archive, og strengjasveitin verður með æfingu á þriðjudaginn kl.17:30.Við þurfum auðvitað áfram að passa okkur, þvo hendur um leið og komið er inn í skólann, foreldrar eru beðnir um að koma ekki inn í skólahúsið nema brýna nauðsyn beri til og bera þá grímur. Við sótthreinsum áfram alla fleti milli nemenda eins og áður. Grímuskylda er aðeins fyrir nemendur (fædd fyrir 2007) og kennara EF ekki er hægt að viðhalda 2 metra reglunni.
Aðalfundur foreldrafélagsins 9. okt kl.18
Það hefur ekki svo lítið verið rætt undanfarið um nauðsyn þess að foreldrar taki virkan þátt í skólalífi barna sinna. Foreldrafélag Tónmenntaskóla Reykjavíkur er einmitt liður í slíkri þátttöku. Allir foreldrar/forráðamenn verða sjálfkrafa félagsmenn í foreldrafélaginu, ekki eru innheimt félagsgjöld og því heldur