Það er okkur öllum mikið gleðiefni að kennsla hefst aftur á Lindargötunni í dag, mánudaginn 4. maí, samkvæmt stundarskrá. Við munum samt sem áður halda í 2 metra regluna milli fullorðna og þvo okkur vel um hendurnar um leið og við komum í hús.
Foreldrar og aðrir fullorðnir eru beðnir um að koma ekki inn í skólahúsið nema brýna nauðsyn beri til.