Jólatónleikar Tónmenntaskólans verða haldnir í Bústaðakirkju næstkomandi laugardag, 12. des kl. 14. Aðeins þeir nemendur sem leika á tónleikunum fá að koma inn í kirkjuna. Hins vegar verður tónleikunum streymt á facebooksíðu skólans og þeir teknir upp.
Við hvetjum auðvitað alla nemendur skólans, foreldra þeirra, vini og vandamenn til að vera með okkur í jólastemmningu í netheimum á laugardaginn.