Vonandi eruði öll búin að taka frá tímann milli kl.13-15 á laugardaginn, 2. apríl, þegar Vorhátíð skólans fer fram.Þið vitið hugsanlega líka að verið er að taka upp Hollywood stórmynd þennan sama dag í kringum skólann. Vegna þessa verður Sæbraut lokuð (opnar reyndar hugsanlega fljótlega upp úr kl.13) en aðrar götur eru opnar, Hverfisgata er fullopin, Frakkastígur, Lindargata sem og Skúlagata. Það verður bara ekki hægt að fara út á Sæbrautina. Eins getur verið að kvikmyndaliðið setji upp harmonikkur (hlið í göturnar) nærri skólanum en þá látið þið bara vita hvert þið eruð að fara og þeir eiga að hleypa ykkur áfram.
Þetta er auðvitað auka spenningur og stemmning við daginn sem við verðum bara að taka þátt í og brosa framan í vorið.
Hlökkum til að fá ykkur öll í hús á laugardaginn.

Máfurinn – ókeypis námskeið
Máfurinn tónlistarsmiðja er vikulangt námskeið fyrir börn 8-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og tónsköpun. Þemað í smiðjunni í ár er sögur og tenging þeirra við tónlist. Við vinnum skapandi tónsmíðar, förum í spunaleiki og spilum bæði saman og