Mánudaginn 6. mars, kl.15:30 munu nemendur í forskóla II bjóða foreldrum í heimsókn í skólann. Þeir munu sýna hvað þeir hafa verið að vinna í forskólanum auk þess sem kynnt verða hin ýmsu hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Þetta er gert til að leyfa nemendum að komast í nágvígi við hljóðfærin og vonandi auðvelda þeim valið fyrir næsta skólaár.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.