Full kennsla verður í Tónmenntaskólanum í dag, mánudag 7. febrúar, samkvæmt stundaskrá enda veðrið gengið niður. Við fögnum degi tónlistarskólanna sem er í dag með Þematónleikum kl.18. Vegna aðstæðna er aðeins aðstandendum þeirra barna sem spila boðið á tónleikana. Við sjáum þó fram á bjartari tíma og getum vonandi haft fullt hús á tónleikum í mars.
Þemavika
Þemavika hefst í skólanum á mánudaginn, 23. janúar. Á þemaviku verða 30 námskeið í boði og því ljóst að hún verður skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu og við hlökkum mikið til. Nemendur eru skráðir í mismörg námskeið út vikuna. Skólinn mun