Full kennsla verður í Tónmenntaskólanum í dag, mánudag 7. febrúar, samkvæmt stundaskrá enda veðrið gengið niður. Við fögnum degi tónlistarskólanna sem er í dag með Þematónleikum kl.18. Vegna aðstæðna er aðeins aðstandendum þeirra barna sem spila boðið á tónleikana. Við sjáum þó fram á bjartari tíma og getum vonandi haft fullt hús á tónleikum í mars.

Jólatónleikar og síðustu kennsludagar fyrir jól
Jólatónleikar skólans verða laugardaginn 9. desember kl. 14 í Bústaðakirkju. Á þeim tónleikum spila ekki allir nemendur skólans en auðvitað eru öll velkomin að koma og hlusta. Húsið opnar fyrir hlustendur kl.13:40. Síðustu kennsludaga fyrir jól verða helgaðir allskyns jólasamspilum bæði