Full kennsla verður í Tónmenntaskólanum í dag, mánudag 7. febrúar, samkvæmt stundaskrá enda veðrið gengið niður. Við fögnum degi tónlistarskólanna sem er í dag með Þematónleikum kl.18. Vegna aðstæðna er aðeins aðstandendum þeirra barna sem spila boðið á tónleikana. Við sjáum þó fram á bjartari tíma og getum vonandi haft fullt hús á tónleikum í mars.

Máfurinn – ókeypis námskeið
Máfurinn tónlistarsmiðja er vikulangt námskeið fyrir börn 8-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og tónsköpun. Þemað í smiðjunni í ár er sögur og tenging þeirra við tónlist. Við vinnum skapandi tónsmíðar, förum í spunaleiki og spilum bæði saman og