Nú erum við komin nokkuð vel inn í vorönnina. Þann 6. febrúar voru haldnir Forskólatónleikar þar sem nemendur í Forskóla II fluttu verk sem þau höfðu sjálf samið fyrir foreldra og fjölskyldumeðlimi sem fjölmenntu á tónleikana. Við sama tækifæri spiluðu nemendur sem læra á hljóðfæri í skólanum fyrir forskólanemendur og kynntu öll þau hljóðfæri sem kennt er á og auðvelduðu þar með forskólanemendum að velja sér hljóðfæri til að læra á næsta skólaár. Þriðjudaginn 14. febrúar tóku 7 nemendur próf í hljóðfæraleik á fiðlu bæði Grunnpróf á vegum Prófanefndar og ýmis innanhúspróf (stigspróf). Eingöngu voru próf í fiðluleik að þessu sinni. Mánudag og þriðjudag 20. og 21. febrúar er vetrarfrí eins og í grunnskólum borgarinnar. Þá daga fellur öll kennsla niður í skólanum. Sama gildir um Öskudag, miðvikudaginn 1. mars.
Skólastjóri