Nú erum við komin nokkuð vel inn í vorönnina.
Þann 6. febrúar voru haldnir Forskólatónleikar þar sem nemendur í Forskóla II fluttu verk sem þau höfðu samið sjálf fyrir foreldra og fjölskyldumeðlimi sem fjölmenntu á tónleikana. Við sama tækifæri spiluðu nemendur sem læra á hljóðfæri í skólanum fyrir forskólanemendur og kynntu öll þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum og auðvelduðu þar með forskólanemendum að velja sér hljóðfæri til að læra á næsta skólaár.
þriðjudaginn 16. febrúar tóku 12 nemendur próf í hljóðfæraleik, bæði Grunnpróf og Miðpróf á vegum Prófanefndar og ýmis innanhúspróf (stigspróf). Voru prófin í píanóleik, fiðlu og saxófón.
Fimmtudag og föstudag 25. og 26. febrúar er vetrarfrí eins og í grunnskólum borgarinnar. Þá daga fellur öll kennsla niður í skólanum.

Máfurinn – ókeypis námskeið
Máfurinn tónlistarsmiðja er vikulangt námskeið fyrir börn 8-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og tónsköpun. Þemað í smiðjunni í ár er sögur og tenging þeirra við tónlist. Við vinnum skapandi tónsmíðar, förum í spunaleiki og spilum bæði saman og