Nú erum við komin nokkuð vel inn í vorönnina.
Þann 6. febrúar voru haldnir Forskólatónleikar þar sem nemendur í Forskóla II fluttu verk sem þau höfðu samið sjálf fyrir foreldra og fjölskyldumeðlimi sem fjölmenntu á tónleikana. Við sama tækifæri spiluðu nemendur sem læra á hljóðfæri í skólanum fyrir forskólanemendur og kynntu öll þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum og auðvelduðu þar með forskólanemendum að velja sér hljóðfæri til að læra á næsta skólaár.
þriðjudaginn 16. febrúar tóku 12 nemendur próf í hljóðfæraleik, bæði Grunnpróf og Miðpróf á vegum Prófanefndar og ýmis innanhúspróf (stigspróf). Voru prófin í píanóleik, fiðlu og saxófón.
Fimmtudag og föstudag 25. og 26. febrúar er vetrarfrí eins og í grunnskólum borgarinnar. Þá daga fellur öll kennsla niður í skólanum.
Þemavika
Þemavika hefst í skólanum á mánudaginn, 23. janúar. Á þemaviku verða 30 námskeið í boði og því ljóst að hún verður skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu og við hlökkum mikið til. Nemendur eru skráðir í mismörg námskeið út vikuna. Skólinn mun