Hér er búið að vera mikið fjör í vikunni þar sem um 230 leikskólabörn úr 11 leikskólum borgarinnar hafa komið í heimsókn og æft með hljómsveit Tónmenntaskólans fyrir stóra daginn 7. apríl þegar við tökum þátt í “ Leikur að orðum“ á Barnamenningarhátíð í Eldborg, Hörpu.

Haustfrí
Minnum á að haustfrí er í Tónmenntaskólanum frá föst. 24. okt til föst. 31. okt (báðir dagar meðtaldir) og því engin kennsla þá daga og skrifstofan lokuð.




