Þó saxófónn tilheyri tréblásturshljóðfærum er það búið til úr málmi. Saxófónninn var fundinn upp og fyrst smíðaður af belganum Adolphe Sax um 1840 svo miðað við önnur hljóðfæri þá er hann ungt hljóðfæri eða aðeins um 150 ára gamall. Hljómur hans er mjúkur og fallegur en getur líka verið sterkur og spennandi. Saxófónn er mest notaður í jazz- og popp tónlist og er frægur fyrir t.d. lagið Carless Whisper, en hann er líka notaður í klassískri tónlist. Til eru margar stærðir af saxófónum, frá litlum sópran saxófónum til risastórra baritón saxófóna. Sá algengasti er alt saxófónninn og hægt er að hefja nám á hann um níu til ellefu ára aldur, jafnvel aðeins yngri, allt eftir þroska nemandans.
Síðustu kennsludagar / Vortónleikar
Síðasti dagur tónfræðikennslunnar: Föstudagur 13. maí Síðasti dagur forskóla I og forskóla II: Miðvikudagur 18. maí Síðasti dagur hljóðfærakennslunnar: Föstudagur 20. maí VORTÓNLEIKAR : Laugardaginn 21. maí kl.11 í IÐNÓ, allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.