Mánudaginn 16. mars verður starfsdagur í Tónmenntaskólanum. Því fellur öll kennsla niður þann dag.
Kennarar þurfa tíma til að skipuleggja skólastarf komandi vikna í ljósi þeirra aðgerða sem eru að bresta á. Eins bíður skólinn tilmæla um áframhaldandi skólastarf frá fræðsluyfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem verið er að vinna að.
Aðalfundur foreldrafélagsins 9. okt kl.18
Það hefur ekki svo lítið verið rætt undanfarið um nauðsyn þess að foreldrar taki virkan þátt í skólalífi barna sinna. Foreldrafélag Tónmenntaskóla Reykjavíkur er einmitt liður í slíkri þátttöku. Allir foreldrar/forráðamenn verða sjálfkrafa félagsmenn í foreldrafélaginu, ekki eru innheimt félagsgjöld og því heldur