70 ára afmælishátíð

70 ára afmælishátíð Tónmenntaskóla Reykjavíkur verður haldin laugardaginn 15. apríl 2023 milli kl.13:00 og 15:30.

Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir inn í hið sögufræga hús Tónmenntaskólans „Franska spítalann“ við Lindargötu 51, til að kynna sér starfsemi skólans, en þar stunda rúmlega 170 börn á aldrinum 5-15 ára tónlistarnám. Kennt er á allskyns hljóðfæri í skólanum og verða þau til sýnis auk þess sem boðið verður m.a. upp á tónleika, vöfflur, fyrirlestur, hljóðfærakynningar, opna fiðlusmiðju, afmælisköku og ratleik.

Nemendur verða með tónlistaratriði á sal skólans á þriðju hæð og píanómaraþon í bakhúsi á meðan á opna húsinu stendur. Auk þess heldur rytmadeild skólans „Miðstöðin“ uppi fjöri á miðhæð hússins með tónleikum kl.13:30 og 14:30.

Skólinn vonast til að sjá sem flesta til að fagna saman á þessum stóru tímamótum.

Fleiri fréttir

Jólatónleikar og síðustu kennsludagar fyrir jól

Jólatónleikar skólans verða laugardaginn 9. desember kl. 14 í Bústaðakirkju. Á þeim tónleikum spila ekki allir nemendur skólans en auðvitað eru öll velkomin að koma og hlusta. Húsið opnar fyrir hlustendur kl.13:40. Síðustu kennsludaga fyrir jól verða helgaðir allskyns jólasamspilum bæði

Lesa meira

Skiptidagar

Dagana 6. – 10. nóvember verða svokallaðir skiptidagar. Þá skiptast kennarar á nemendum í eina til tvær klst. Það eru því ekki allir sem fá „óvænt“ nýjan kennara þá daga, en einhverjir.  Þetta er gert til að lífga upp á hversdaginn

Lesa meira

Haustfrí

Haustfrí verður í Tónmenntaskólanum 25. – 31. okt að báðum dögum meðtöldum.

Lesa meira

Kvennafrídagur

Kvennafrídagurinn verður á þriðjudaginn, 24. október. Tónmenntaskólinn styður konur og kvár til að taka þátt í deginum en kennarar gera það á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun.  Skólinn hefur beðið kennara að láta sína nemendur vita í tíma ef

Lesa meira

Máfurinn – ókeypis námskeið

Máfurinn tónlistarsmiðja er vikulangt námskeið fyrir börn 8-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og tónsköpun. Þemað í smiðjunni í ár er sögur og tenging þeirra við tónlist. Við vinnum skapandi tónsmíðar, förum í spunaleiki og spilum bæði saman og

Lesa meira

Vortónleikar laugardaginn 13. maí kl.11

Tónmenntaskóli Reykjavíkur lýkur 70 ára starfsafmæli með tónleikum í Kaldalóni, Hörpu, laugardaginn 13. maí kl.11. Þar koma nemendur á öllum aldri fram og spila á þau mismunandi hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin

Lesa meira

Síðustu kennsludagar / Vortónleikar

Síðasti dagur tónfræðikennslunnar: Föstudagur 12. maí Síðasti dagur forskóla I og forskóla II: Miðvikudagur 17. maí Síðasti dagur hljóðfærakennslunnar: Miðvikudagur 24. maí VORTÓNLEIKAR: Laugardaginn 13. maí í Kaldalóni, Hörpu. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Lesa meira

Páskaleyfi

Páskaleyfi er í Tónemenntaskólanum dagana 3. – 10. apríl, að báðum dögum meðtöldum.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna næsta skólaárs, 2023-2024.  Athugið að sótt er um hér á heimasíðu skólans, EKKI á rafænni Reykjavík. Nemendur, sem nú þegar stunda nám og nemendur á biðlista við skólann fá forgang til 6. apríl, en eftir það eru aðrar umsóknir teknar

Lesa meira

Add Your Heading Text Here