Nú er lokaspretturinn á vorönninni hafinn.
Framundan eru tónleikar helgina 16/17 apríl. Þar koma fram allir nemendur skólans sem eru að læra á hljóðfæri. Þetta verða alls 5 tónleikar og eru þeir haldnir í Snorrabúð, tónleikasal Söngskólans í Reykjavík við Snorrabraut.
Í vikunum 11. – 15. apríl og 18. – 22. apríl taka nemendur sem eru í 2. – 7. bekk skólans próf í tónfræði. Í fyrri vikunni eru hlustunarpróf og í seinni vikunni skrifleg tónfræðipróf.
Í byrjun maí (2. og 3. maí) verða stigspróf í hljóðfæraleik, bæði innanhúspróf og áfangapróf á vegum Prófanefndar tónlistarskólanna.
7. maí verða vortónleikar í Snorrabúð, tónleikasal Söngskólans í Reykjavík. Þar verða einnig brautskráðir þeir nemendur sem útskrifast úr skólanum, bæði úr almennum deildum og framhaldsdeildum.
Tónfræðikennslunni (hóptímum) í skólanum lýkur 6. maí og hljóðfærakennslunni lýkur 13. maí.
Daganna 17. – 19. maí verða svo aftur próf í hljóðfæraleik, stigspróf og áfangapróf. Eftir það verða kennarafundir, starfsdagar kennara, endurtekningarpróf og sjúkrapróf.
Skólastarfi lýkur föstudaginn 27. maí.
Við getum enn innritað einhverja nemendur eða a.m.k. tekið inn á biðlista eins og fram kemur í texta hér til hliðar.
Y despues de una dieta beneficioso o 2018 martin 0 comentarios lobby farmacéutico. Consúltanos y podremos convencerte de que la mejor Levitra Original natural del mercado.