Janúar 2016

006

 

Þá eru hátíðarhöld að baki og vorönnin framundan. Skammdegið er smátt og smátt að víkja og kominn nýr kraftur í lífið, bæði í námi og leik.

Ýmislegt er framundan í starfsemi skólans. Er þá fyrst að nefna Forskólatónleikana eða hljóðfærakynningartónleikana, þar sem börn sem læra á hljóðfæri spila fyrir nemendur í Forskóla ll og kynna hljóðfærin sín. Eru öll hljóðfæri sem kennt er á í skólanum kynnt á þennan hátt.  Þetta á að auðvelda forskólanemendum að velja sér hljóðfæri þegar (og ef) þeir sækja um skólavist síðar í vor fyrir næsta skólaár. Þessir tónleikar verða laugardaginn 6. Febrúar kl. 11:30 og eru eingöngu fyrir nemendur í Forskóla ll og aðstandendur þeirra.Tónleikastaður er í skólanum, Lindagötu 51, í salnum á 2. hæð.

Nú erum við búin að missa TÓNLEIKASALINN sem við höfðum til afnota í Listaháskóla Íslands, þ.e. SÖLVHÓL  við Skúlagötu / Klapparstíg. En okkur hefur tekist að finna mjög góðan tónleikasal í staðinn. Sá heitir SNORRABÚÐ, og er tónleikasalur Söngskólans í Reykjavík. Söngskólinn í Reykjavík er við Snorrabraut 54, stór og myndarleg bygging sem hýsti áður Osta- og Smjörsöluna í Reykjavík. SNORRABÚÐ er sérbygging með aðkeyrslu frá Snorrabraut og er salurinn EKKI í aðalbyggingunni heldur sérbygging á vinstri hönd eftir að keyrt er inn frá Snorrabraut. Þar eru einnig ágætis bílastæði.

Dagana 15. og 16. febrúar verða haldin stigspróf, bæði innanhúspróf og próf á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna.  Miðvikudaginn 10. febrúar (Öskudag) er starfsdagur kennara og fellur þá öll kennsla niður. Fimmtudag og föstudag 25. og 26. febrúar er vetrarfrí eins og í flestum grunnskólum borgarinnar og þá daga fellur einnig niður öll kennsla.

Páskaleyfi í skólanum er frá mánudegi 21. mars til mánudags 28. mars að báðum dögunum meðtöldum.

Helgina 16. -17. apríl verða haldnir „blandaðir“ tónleikar í Snorrabúð, þar sem allir hljóðfæranemendur skólans koma fram.

Vortónleikar skólans þ.e. opinberir vortónleikar verða síðan haldnir laugardaginn 7. maí í Snorrabúð.

Stigspróf (innanhúspróf) og áfangapróf á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna verða haldin í maí,

dagana  2. – 3. maí og 17. – 19. maí.

 

Síðasti dagur tónfræðikennslunnar (hóptímanna) verður fimmtudagur 5. maí, en síðasti dagur hljóðfærakennslunnar verður föstudagur 13. maí.

Útskrift nemenda og skólaslit verða föstudaginn 27. maí.

Fleiri fréttir

Aðalfundur foreldrafélagsins 9. okt kl.18

Það hefur ekki svo lítið verið rætt undanfarið um nauðsyn þess að foreldrar taki virkan þátt í skólalífi barna sinna. Foreldrafélag Tónmenntaskóla Reykjavíkur er einmitt liður í slíkri þátttöku. Allir foreldrar/forráðamenn verða sjálfkrafa félagsmenn í foreldrafélaginu, ekki eru innheimt félagsgjöld og því heldur

Lesa meira

Skólastarf hefst miðvikudaginn 28. ágúst 2024

Skrifstofa Tónmenntaskólans hefur opnað á ný eftir sumarleyfi og er hún opin alla virka daga milli kl. 13-16. Hljóðfærakennsla og kennsla í hljóðfæraforskólum hefst frá og með miðvikudeginum 28. ágúst.  Kennsla í almennum forskóla (Forskóli I og Forskóli II )

Lesa meira

Sumarlokun.

Skólinn er nú kominn í sumarfrí. Skrifstofan opnar aftur 19. ágúst – ef erindið þolir ekki bið má senda okkur tölvupóst á tms@tonmenntaskoli.is. Fyrstu kennsludagar næsta skólaárs eru eftirfarandi: Hljóðfærakennsla og hljóðfæraforskólar hefjast 28. ágúst. Forskóli I og II hefjast

Lesa meira

Síðustu kennsludagar / Vortónleikar og Útskrift

Síðasti prófdagur tónfræðikennslunnar: Fimmtudagur 8. maí Síðasti dagur forskóla I og forskóla II: Miðvikudagur 22. maí Síðasti dagur hljóðfærakennslunnar: Fimmtudagur 23. Maí VORTÓNLEIKAR og ÚTSKRIFT : Fimmtudaginn 23. maí í Iðnó kl.18. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Lesa meira

Nótan 2024

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, er haldin á morgun, laugardaginn 13. apríl í Salnum, Kópavogi. Þar á Tónmenntaskóli Reykjavíkur tvo glæsilega fulltrúa, þau Ólaf Þórarinsson, fagottleikara sem spilar á tónleikunum kl.11 og Matyldu Önnu Chodkiewicz, klarinettuleikara sem spilar á tónleikunum kl.13. Meðleikari

Lesa meira

Innritun hafin!

Innritun vegna næsta skólaárs 2024-2025 er nú hafin. Sótt er um hér á heimasíðunni Núverandi nemendur þurfa ekki að sækja um aftur heldur aðeins greiða staðfestingargjald í heimabanka.

Lesa meira

Páskaleyfi

Páskaleyfi er í Tónmenntaskólanum dagana 25. mars – 1. apríl að báðum dögum meðtöldum. Gleðilega páska 🐣

Lesa meira

Vetrarleyfi 14. – 20. feb

Minnum á að vetrarleyfi er í Tónmenntaskólanum 14. – 20. febrúar að báðum dögum meðtöldum. Á það skal minnst að þegar haust- og vetrarleyfi eru ákveðin er farið eftir útsendu dagatali frá Skóla- og frístundasviði borgarinnar. Borgin mælist til þess að skólar

Lesa meira

Upptakturinn 2024

Vakin er athygli á Upptaktinum, www.harpa.is/upptakturinn, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, en með honum er ungu fólki í 5. – 10. bekk grunnskóla, gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með

Lesa meira

Add Your Heading Text Here