Janúar 2016

006

 

Þá eru hátíðarhöld að baki og vorönnin framundan. Skammdegið er smátt og smátt að víkja og kominn nýr kraftur í lífið, bæði í námi og leik.

Ýmislegt er framundan í starfsemi skólans. Er þá fyrst að nefna Forskólatónleikana eða hljóðfærakynningartónleikana, þar sem börn sem læra á hljóðfæri spila fyrir nemendur í Forskóla ll og kynna hljóðfærin sín. Eru öll hljóðfæri sem kennt er á í skólanum kynnt á þennan hátt.  Þetta á að auðvelda forskólanemendum að velja sér hljóðfæri þegar (og ef) þeir sækja um skólavist síðar í vor fyrir næsta skólaár. Þessir tónleikar verða laugardaginn 6. Febrúar kl. 11:30 og eru eingöngu fyrir nemendur í Forskóla ll og aðstandendur þeirra.Tónleikastaður er í skólanum, Lindagötu 51, í salnum á 2. hæð.

Nú erum við búin að missa TÓNLEIKASALINN sem við höfðum til afnota í Listaháskóla Íslands, þ.e. SÖLVHÓL  við Skúlagötu / Klapparstíg. En okkur hefur tekist að finna mjög góðan tónleikasal í staðinn. Sá heitir SNORRABÚÐ, og er tónleikasalur Söngskólans í Reykjavík. Söngskólinn í Reykjavík er við Snorrabraut 54, stór og myndarleg bygging sem hýsti áður Osta- og Smjörsöluna í Reykjavík. SNORRABÚÐ er sérbygging með aðkeyrslu frá Snorrabraut og er salurinn EKKI í aðalbyggingunni heldur sérbygging á vinstri hönd eftir að keyrt er inn frá Snorrabraut. Þar eru einnig ágætis bílastæði.

Dagana 15. og 16. febrúar verða haldin stigspróf, bæði innanhúspróf og próf á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna.  Miðvikudaginn 10. febrúar (Öskudag) er starfsdagur kennara og fellur þá öll kennsla niður. Fimmtudag og föstudag 25. og 26. febrúar er vetrarfrí eins og í flestum grunnskólum borgarinnar og þá daga fellur einnig niður öll kennsla.

Páskaleyfi í skólanum er frá mánudegi 21. mars til mánudags 28. mars að báðum dögunum meðtöldum.

Helgina 16. -17. apríl verða haldnir „blandaðir“ tónleikar í Snorrabúð, þar sem allir hljóðfæranemendur skólans koma fram.

Vortónleikar skólans þ.e. opinberir vortónleikar verða síðan haldnir laugardaginn 7. maí í Snorrabúð.

Stigspróf (innanhúspróf) og áfangapróf á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna verða haldin í maí,

dagana  2. – 3. maí og 17. – 19. maí.

 

Síðasti dagur tónfræðikennslunnar (hóptímanna) verður fimmtudagur 5. maí, en síðasti dagur hljóðfærakennslunnar verður föstudagur 13. maí.

Útskrift nemenda og skólaslit verða föstudaginn 27. maí.

Fleiri fréttir

Opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna næsta skólaárs, 2023-2024.  Athugið að sótt er um hér á heimasíðu skólans, EKKI á rafænni Reykjavík. Nemendur, sem nú þegar stunda nám og nemendur á biðlista við skólann fá forgang til 6. apríl, en eftir það eru aðrar umsóknir teknar

Lesa meira

Tónleikar – Tónleikar

Laugardagana 11. og 18. mars verða tónleikar hér í skólanum allan daginn frá kl. 11 og á nær klukkutíma fresti til kl.18:00. Á þessum tónleikum munu allir nemendur skólans (utan forskólanemendur sem létu ljós sitt skína mánudaginn 6. mars) fá tækifæri til

Lesa meira

Hljóðfærakynning og heimsókn í forskóla II

Mánudaginn 6. mars, kl.15:30 munu nemendur í forskóla II bjóða foreldrum í heimsókn í skólann. Þeir munu sýna hvað þeir hafa verið að vinna í forskólanum auk þess sem kynnt verða hin ýmsu hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Þetta

Lesa meira

Vetrarleyfi

Dagana 20. – 24. febrúar (báðir dagar meðtaldir) er Vetrarleyfi í Tónmenntaskólanum. Vinsamlega athugið að skrifstofan er þá lokuð en opnar aftur mánudaginn 27. febrúar kl.13.

Lesa meira

Þemavika

Þemavika hefst í skólanum á mánudaginn, 23. janúar. Á þemaviku verða 30 námskeið í boði og því ljóst að hún verður skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu og við hlökkum mikið til. Nemendur eru skráðir í mismörg námskeið út vikuna. Skólinn mun

Lesa meira

Jólatónleikar

Jólatónleikar skólans verða laugardaginn 10. desember kl. 14 í Bústaðakirkju. Á þeim tónleikum spila ekki allir nemendur skólans en hins vegar eru allir velkomnir að koma og hlusta.

Lesa meira

Masterclass – Svana Víkingsdóttir

Fimmtudaginn 10. nóvember kl.18 – 20, mun skólinn fá góðan gest í heimsókn en þá ætlar Svana Víkingsdóttir að halda masterclass fyrir píanónemendur. Svana hefur áratuga reynslu af píanókennslu en hún hefur m.a. kennt við MÍT og FÍH. Við hvetjum

Lesa meira

Haustfrí

Haustfrí er í Tónmenntaskólanum dagana 19. – 25. október að báðum dögum meðtöldum.

Lesa meira

Spuna námskeið

Nemendum í 4. – 8. bekk Tónmenntaskólans er boðið upp á námskeið í spuna undir handleiðslu Catherine Maríu Stankiewicz.Námskeiðið er kynning að grunnþekkingu í spuna með tónsköpun að leiðarljósi. Leitast er eftir að þjálfa með nemendum meðvitund og næmni, jafnt

Lesa meira

Skólapeysur – skólapeysur

Næstu tvær vikurnar (12. – 25. sept) stendur foreldrafélagið sem fyrr fyrir sölu á skólapeysunum sívinsælu, en þar gefst tækifæri til að kaupa peysur með merki skólans.Fyrir framan biðstofu skólans má sjá eintök af peysunum í mismunandi stærðum. Þar liggur

Lesa meira

Add Your Heading Text Here