Skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur

Staða skólastjóra Tónmenntaskóla Reykjavíkur er laus til umsóknar.

Tónmenntaskóli Reykjavíkur er næstelsti tónlistarskóli í Reykjavík, stofnaður árið 1953 af dr. Heinz Edelstein. Skólastjóri veitir skólanum faglega forystu og ber ábyrgð á daglegum rekstri hans og fjárreiðum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands/Félags íslenskra hljómlistarmanna. Umsækjandi þarf helst að geta hafið störf þann 1. ágúst 2018.

Starfssvið

Fagleg umsjón með skólastarfi

Daglegur rekstur skólans

Fjárhagsáætlanagerð, eftirfylgni og uppgjör

Samskipti við yfirvöld

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun á sviði tónlistar

Reynsla af tónlistarkennslu og tónlistarflutningi

Menntun og/eða reynsla af stjórnun og rekstri

Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun

Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót

Góð íslenskukunnátta í talmáli og ritmáli

Góð tölvufærni

Umsóknum fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem kemur fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Umsókn skal fylgja listi yfir meðmælendur.

Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl

Umsókn skal senda á netfang skólans: tms@tonmenntaskoli.is

Leave a Reply