Tónskáld október mánaðar er S. Suzuki.

Tónskáld Mánaðarins

Tónskáld október mánaðar er S. Suzuki.

Shinichi Suzuki (鈴木 鎮一, Suzuki Shin’ichi, 17. október 1898 – 26. janúar 1998) var japanskur tónlistarmaður, heimspekingur, kennari og stofnandi alþjóðlegu Suzuki aðferðarinnar í tónlistarkennslu. Hann þróaði heimspeki sína til að fræða fólk á öllum aldri. Hann var áhrifamikill uppeldisfræðingur í tónlistarkennslu barna og talaði oft um hæfni allra barna til að læra hlutina vel, sérstaklega í réttu umhverfi, og um að þróa og byggja upp karakter tónlistarnema í gegnum tónlistarnám þeirra. Fyrir hans tíma var sjaldgæft að börn fengju formlega kennslu á klassísk hljóðfæri frá unga aldri og enn sjaldgæfara að börn gætu sótt nám hjá tónlistarkennara án áheyrnarprófs eða inntökuprófs. Skólinn hans Suzuki í Matsumoto krafðist ekki inntökuprófa í skólann áður en börn hófu þar nám.

Suzuki var ábyrgur fyrir því að sumir af eldri kynslóð japanskra fiðluleikara voru snemma þjálfaðir til að kenna aðferðir Suzuki í vestrænum tónlistarfélögum og tónlistarsamtökum.

S. Suzuki hlaut nokkrar heiðursdoktors nafnbætur í tónlist, þar á meðal við tónlistarháskólann í New England, USA  árið 1956 og tónlistarháskólann í Oberlin, USA, þar sem hann var útnefndur „ þjóðargersemi Japans“ og var tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels.

Add Your Heading Text Here