Tónleikar 13. mars og 20. mars

Hér í Tónmenntaskólanum verður fjöldi smárra tónleika laugardagana 13. og 20. mars. Samkvæmt þeim samkomutakmörkunum sem í gildi eru þá þarf skólinn að skrá alla gesti sem koma á tónleika. Eins þarf að passa að 1 metri sé á milli ótengdra, fullorðnir sitji með grímur og allir snúi í sömu átt. Þar sem salurinn okkar er ekki stór mun hvert barn geta boðið þremur fullorðnum á tónleikana sína. Systkini fædd 2005 eða síðar eru því ekki talin með í þessari tölu. Við biðjum ykkur vinsamlega um að láta viðkomandi kennara vita fyrirfram hverjir mæta með hverju barni því alla þarf að skrá. Sæti ykkar munu vera merkt sama númeri og barn ykkar á tónleikadagskránni. Við biðjum einnig um að þið mætið stundvíslega rétt fyrir tónleika en ekki löngu fyrr svo örtröð myndist ekki á ganginum milli tónleika, heldur verði hægt að ganga beint inn í salinn.

Fleiri fréttir

Nótan 2024

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, er haldin á morgun, laugardaginn 13. apríl í Salnum, Kópavogi. Þar á Tónmenntaskóli Reykjavíkur tvo glæsilega fulltrúa, þau Ólaf Þórarinsson, fagottleikara sem spilar á tónleikunum kl.11 og Matyldu Önnu Chodkiewicz, klarinettuleikara sem spilar á tónleikunum kl.13. Meðleikari

Lesa meira

Innritun hafin!

Innritun vegna næsta skólaárs 2024-2025 er nú hafin. Sótt er um hér á heimasíðunni Núverandi nemendur þurfa ekki að sækja um aftur heldur aðeins greiða staðfestingargjald í heimabanka.

Lesa meira

Páskaleyfi

Páskaleyfi er í Tónmenntaskólanum dagana 25. mars – 1. apríl að báðum dögum meðtöldum. Gleðilega páska 🐣

Lesa meira

Vetrarleyfi 14. – 20. feb

Minnum á að vetrarleyfi er í Tónmenntaskólanum 14. – 20. febrúar að báðum dögum meðtöldum. Á það skal minnst að þegar haust- og vetrarleyfi eru ákveðin er farið eftir útsendu dagatali frá Skóla- og frístundasviði borgarinnar. Borgin mælist til þess að skólar

Lesa meira

Upptakturinn 2024

Vakin er athygli á Upptaktinum, www.harpa.is/upptakturinn, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, en með honum er ungu fólki í 5. – 10. bekk grunnskóla, gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með

Lesa meira

Jólaleyfi

Jólaleyfi verður í Tónmenntaskólanum 16. desember – 2. janúar (báðir dagar meðtaldir). Við minnum nemendur á að fylla út val sitt fyrir þemavikuna sem verður í janúar. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Lesa meira

Jólatónleikar og síðustu kennsludagar fyrir jól

Jólatónleikar skólans verða laugardaginn 9. desember kl. 14 í Bústaðakirkju. Á þeim tónleikum spila ekki allir nemendur skólans en auðvitað eru öll velkomin að koma og hlusta. Húsið opnar fyrir hlustendur kl.13:40. Síðustu kennsludaga fyrir jól verða helgaðir allskyns jólasamspilum bæði

Lesa meira

Skiptidagar

Dagana 6. – 10. nóvember verða svokallaðir skiptidagar. Þá skiptast kennarar á nemendum í eina til tvær klst. Það eru því ekki allir sem fá „óvænt“ nýjan kennara þá daga, en einhverjir.  Þetta er gert til að lífga upp á hversdaginn

Lesa meira

Haustfrí

Haustfrí verður í Tónmenntaskólanum 25. – 31. okt að báðum dögum meðtöldum.

Lesa meira

Add Your Heading Text Here