Mánudaginn 20. september er starfsdagur í Tónmenntaskólanum frá kl.15:30. Eftir þann tíma fellur öll kennsla niður í skólanum (hóptími 1A verður til kl.15:45). Dagurinn er hluti af starfsþróunaráætlun skólans sem kennarar eiga rétt á samkvæmt samningum. Við vonum auðvitað að nemendur nýti daginn vel í staðinn til æfinga 😉

Máfurinn – ókeypis námskeið
Máfurinn tónlistarsmiðja er vikulangt námskeið fyrir börn 8-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og tónsköpun. Þemað í smiðjunni í ár er sögur og tenging þeirra við tónlist. Við vinnum skapandi tónsmíðar, förum í spunaleiki og spilum bæði saman og