Næstu tvær vikurnar (12. – 25. sept) stendur foreldrafélagið sem fyrr fyrir sölu á skólapeysunum sívinsælu, en þar gefst tækifæri til að kaupa peysur með merki skólans.
Fyrir framan biðstofu skólans má sjá eintök af peysunum í mismunandi stærðum. Þar liggur einnig skráningarblað fyrir pantanir.
Lokadagur til að skila inn pöntunum er sunnudagurinn 25. september

Máfurinn – ókeypis námskeið
Máfurinn tónlistarsmiðja er vikulangt námskeið fyrir börn 8-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og tónsköpun. Þemað í smiðjunni í ár er sögur og tenging þeirra við tónlist. Við vinnum skapandi tónsmíðar, förum í spunaleiki og spilum bæði saman og