Skólagjöld og hljóðfæraleiga

Skólagjöld 2019-2020 eru eftirfarandi:

  • Heilt nám kr. 190.000,-
  • Fiðluforskóli kr. 130.000,-
  • Píanóforskóli kr. 130.000,-
  • Forskóli kr. 90.000,-
  • Miðstöðin kr. 190.000,-
  • Hljóðfæraleiga kr. 15.000,-
 • Ef fleiri en eitt barn úr sömu fjölskyldu sækir skólann er veittur systkynaafsláttur, 20% af heildarupphæð fyrir tvö , 30% af heildarupphæð fyrir þrjú.
 • Nemandi sem lærir á 1 1/2 hljóðfæri fær 10% afslátt af 1/2 hljóðfærinu.

Þegar nemandi fær boð um skólavist þarf hann að greiða 20.000 kr. staðfestingargjald, sem er óendurkræft.
Sú upphæð dregst frá skólagjöldum viðkomandi þegar námið hefst.

Ganga þarf frá skólagjöldum við upphaf skólaárs. Skólagjöld eru innheimt með kröfum í heimabanka sem má skipta og greiða fyrri hlutann í október en seinni hlutann eftir áramót í febrúar.  Einnig er hægt að dreifa greiðslum á allt að 7 mánuði sé þess óskað.

Hægt er að nota Frístundakort Reykjavíkurborgar til frádráttar á skólagjöldum, en einungis er hægt að ráðstafa styrknum á haustönn.

Tónmenntaskóli Reykjavíkur nýtur fjárframlaga frá Reykjavíkurborg.