Páskafrí verður í Tónmenntaskólanum dagana 29. mars – 5. apríl að báðum dögum meðtöldum.
Gleðilega páska!
Það er ánægjulegt að samkvæmt tilslökunum og nýjustu sóttvarnarlögum munum við fá að kenna aftur hóptíma í skólanum á fimmtudaginn, 15. apríl. Sömuleiðis verður aðeins grímuskylda, þar sem ekki hægt að viðhalda 1 metra reglu, fyrir fullorðna og nemendur fædda
Hér í Tónmenntaskólanum verður fjöldi smárra tónleika laugardagana 13. og 20. mars. Samkvæmt þeim samkomutakmörkunum sem í gildi eru þá þarf skólinn að skrá alla gesti sem koma á tónleika. Eins þarf að passa að 1 metri sé á milli
Frá og með miðnætti 24. febrúar voru sóttvarnarreglur uppfærðar. Fyrir okkur í Tónmenntaskólanum eru helstu breytingar þessar:1. Engin grímuskylda er í skólanum svo lengi sem mögulegt er að halda 1 metra á milli fólks.2. Við fögnum því að nú verður foreldrum og
Á Öskudag, miðvikudaginn 17. febrúar, verður frí. Þetta er starfsdagur í Tónmenntaskólanum og því fer engin kennsla fram þann daginn. Vetrarfrí verður í Tónmenntaskólanum mánudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 23. febrúar.
Til hamingju gítarleikarar með daginn ykkar! Klassíski gítarinn er upprunnin á Spáni fyrir um 200 árum. Hann er úr viði og hefur sex strengi, þó einnig séu til gítarar með 12 strengjum. Gítarinn er notaður jafnt í klassískri tónlist sem
Erum mjög stolt af rytjadeildinni okkar „Miðstöðinni“ sem er samstarfsverkefni með Nýja tónlistarskólanum og Tónlistarskóla Grafarvogs. Hérna er myndband af frumsömdu jólalagi með „Dóru og döðlunum“ sem eru nemendur í deildinni ásamt vinum þeirra úr Skólahljómsveit Grafarvogs.
Jólafrí er í Tónmenntaskólanum 16. desember til 4. janúar að báðum dögum meðtöldum. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða. Hlökkum til að hitta ykkur hress og kát í janúar.
Jólatónleikar Tónmenntaskólans verða haldnir í Bústaðakirkju næstkomandi laugardag, 12. des kl. 14. Aðeins þeir nemendur sem leika á tónleikunum fá að koma inn í kirkjuna. Hins vegar verður tónleikunum streymt á facebooksíðu skólans og þeir teknir upp. Við hvetjum auðvitað
Eins og flestum er kunnugt þá verður núverandi samkomubann framlengt til 9. desember. Hvað gerist eftir það er erfitt um að spá! Við reynum nú samt að skipuleggja okkar jólastarf hér í skólanum og eins og er þá er unnið
Á morgun, fimmtudaginn 26. nóvember hefur verið gefin út gul veðurviðvörun. Ef gul viðvörun er í gangi og engin tilkynning komin frá skólanum þá meta foreldrar hvort þeir senda börn sín í skólann. Skilgreiningar vegargerðarinnar á litunum: Litur GULUR gefur