Skólabyrjun

Hljóðfærakennslan í Tónmenntaskólanum hefst mánudaginn 29. ágúst
en tónfræðikennslan og forskólinn mánudaginn 12. september.

Enn er hægt að innrita nemendur á aldrinum 8 – 10 ára á hin ýmsu hljóðfæri eins og sést hér til hliðar.

 

Umsóknir fyrir veturinn 2016 – 2017

 

Tónmenntaskóli Reykjavíkur tekur við umsóknum gegnum Rafræna Reykjavík  fyrir skólaárið 2016 – 2017.

Skólinn getur tekið við  nemendum í eftirfarandi deildir:

 • 1 nemanda á klarinett eða saxófón.
 • 1 nemenda á þverflautu.
 • 3 nemendur á gítar.
 • 3 nemendur á fiðlu.
 • 6 nemendur á píanó.

Tekið er á móti umsóknum á Rafrænni Reykjavík (með Tónmenntaskóla Reykjavíkur í 1. val).
Umsóknarfrestur er til 12. september.

Vinsamlega  tilgreinið  hljóðfærið sem óskað er eftir að læra á.

Hægt er að hafa samband við skrifstofu skólans milli kl. 13:00 – 16:00 í síma 562-8477.

Skólastjóri.

Ágúst 2016

Nú er undirbúningur fyrir skólaárið 2016 – 2017 í fullum gangi. Starfsemin hefst um mánaðarmótin ágúst/september.
Enn er hægt að innrita örfáa nemendur fyrir skólaárið 2016 – 2017 eins og fram kemur í texta hér til hliðar.

Skólastjóri

 

Umsóknir haustið 2016

 

Opið er fyrir umsóknir vegna skólaársins 2016 – 2017 hjá Rafrænni Reykjavík fyrir alla tónlistarskólana. Tónmenntaskóli Reykjavíkur tekur því við umsóknum gegnum Rafræna Reykjavík (með skólann þá í 1. vali) fyrir skólaárið 2016 – 2017.

Skólinn getur tekið við örfáum nemendum á Rafrænni Reykjavík í eftirfarandi deildir:

 • Nemendur á aldrinum 8 – 10 ára sem eru teknir beint í hljóðfæranám án undangengins forskólanáms.
  Þar er hægt að komast að á eftirfarandi hljóðfæri:
 • Hljómborðshljóðfæri, þ.e. píanó (1 – 2 nemendur).
 • Strengjahljóðfæri, þ.e. fiðlu, víólu, selló og gítar ( 2 – 4 nemendur).
 • Nemenda á þverflautu (1 nemandi).

Tekið er á móti umsóknum á Rafrænni Reykjavík með Tónmenntaskóla Reykjavíkur í 1. val. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst.

Vinsamlega  tilgreinið  hljóðfærið sem óskað er eftir að læra á.

Hægt er að hafa samband við skirfstofu skólans milli kl. 13:00 – 16:00 í síma 562-8477.

Skólastjóri.

Maí 2016

 

Vortónleikar Tónmenntaskóla Reykjavíkur voru haldnir laugardaginn 7. maí í Snorrabúð, tónleikasal Söngskólans í Reykjavík. Einnig voru þar útskrifaðir nokkrir nemendur úr almennum- og framhaldsdeildum skólans.

Skólaárinu er þar með samt ekki alveg lokið því hljóðfærakennsla verður áfram samkvæmt stundaskrá vikuna 9. – 13. maí.

Eftir það verða sjúkrapróf, endurtekningarpróf, kennarafundir og starfsdagar kennara.
Skólastarfi lýkur svo föstudaginn 27. maí og þar með er lokið sextugasta og fjórða starfsári Tónmenntaskóla Reykjavíkur.

Enn er hægt að innrita einhverja nemendur fyrir skólaárið 2016 – 2017 eins og fram kemur í texta hér til hliðar.

Apríl 2016

 

Nú er lokaspretturinn á vorönninni hafinn.
Framundan eru tónleikar helgina 16/17 apríl. Þar koma fram allir nemendur skólans sem eru að læra á hljóðfæri. Þetta verða alls 5 tónleikar og eru þeir haldnir í Snorrabúð, tónleikasal Söngskólans í Reykjavík við Snorrabraut.
Í vikunum 11. – 15. apríl og 18. – 22. apríl taka nemendur sem eru í 2. – 7. bekk skólans próf í tónfræði. Í fyrri vikunni eru hlustunarpróf og í seinni vikunni skrifleg tónfræðipróf.
Í byrjun maí (2. og 3. maí) verða stigspróf í hljóðfæraleik, bæði innanhúspróf og áfangapróf á vegum Prófanefndar tónlistarskólanna.
7. maí verða vortónleikar í Snorrabúð, tónleikasal Söngskólans í Reykjavík. Þar verða einnig brautskráðir þeir nemendur sem útskrifast úr skólanum, bæði úr almennum deildum og framhaldsdeildum.
Tónfræðikennslunni (hóptímum) í skólanum lýkur 6. maí og hljóðfærakennslunni lýkur 13. maí.
Daganna 17. – 19. maí verða svo aftur próf í hljóðfæraleik, stigspróf og áfangapróf. Eftir það verða kennarafundir, starfsdagar kennara, endurtekningarpróf og sjúkrapróf.
Skólastarfi lýkur föstudaginn 27. maí.
Við getum enn innritað einhverja nemendur eða a.m.k. tekið inn á biðlista eins og fram kemur í texta hér til hliðar.

Umsóknir

006

Búið að opna fyrir umsóknir vegna skólaársins 2016 – 2017 hjá Rafrænni Reykjavík fyrir alla tónlistarskólana. Tónmenntaskóli Reykjavíkur tekur því við umsóknum gegnum Rafræna Reykjavík (með skólann þá í 1. vali) fyrir skólaárið 2016 – 2017 nú þegar.

Skólinn getur tekið við nemendum á Rafrænni Reykjavík í eftirfarandi deildir:

 • Nokkra nemendur fædda 2010 (6 ára) í Forskóla I.
 • Örfáa nemendur fædda 2009 (7 ára) í Forskóla II á biðlista.
 • Nemendur á aldrinum 8 – 10 ára sem eru teknir beint í hljóðfæranám án undangengins forskólanáms. Þar er hægt að komast að á eftirfarandi hljóðfæri:
 • Hljómborðshljóðfæri, þ.e. píanó og harmóniku.
 • Strengjahljóðfæri, þ.e. fiðlu, víólu, selló og gítar.
 • Einnig örfá 4 -5 (6) ára börn í Fiðluforskóla.
 • Nokkra nemendur á þverflautu.

Tekið er á móti umsóknum á Rafrænni Reykjavík með Tónmenntaskóla Reykjavíkur í 1. val. Umsóknarfrestur er út maímánuð.

Ef barnið er 8 ára eða eldra tilgreinið þá hljóðfærið sem óskað er eftir að læra á.

Hægt er að hafa samband við skirfstofu skólans milli kl. 13:00 – 16:00 í síma 562-8477.

 

Skólastjóri.

 

Febrúar 2016

Nú erum við komin nokkuð vel inn í vorönnina.cropped-logo-e1444187001678.jpg
Þann 6. febrúar voru haldnir Forskólatónleikar þar sem nemendur í Forskóla II fluttu verk sem þau höfðu samið sjálf fyrir foreldra og fjölskyldumeðlimi sem fjölmenntu á tónleikana. Við sama tækifæri spiluðu nemendur sem læra á hljóðfæri í skólanum fyrir forskólanemendur og kynntu öll þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum og auðvelduðu þar með forskólanemendum að velja sér hljóðfæri til að læra á næsta skólaár.
þriðjudaginn 16. febrúar tóku 12 nemendur próf í hljóðfæraleik, bæði Grunnpróf og Miðpróf á vegum Prófanefndar og ýmis innanhúspróf (stigspróf). Voru prófin í píanóleik, fiðlu og saxófón.
Fimmtudag og föstudag 25. og 26. febrúar er vetrarfrí eins og í grunnskólum borgarinnar. Þá daga fellur öll kennsla niður í skólanum.

Janúar 2016

006

 

Þá eru hátíðarhöld að baki og vorönnin framundan. Skammdegið er smátt og smátt að víkja og kominn nýr kraftur í lífið, bæði í námi og leik.

Ýmislegt er framundan í starfsemi skólans. Er þá fyrst að nefna Forskólatónleikana eða hljóðfærakynningartónleikana, þar sem börn sem læra á hljóðfæri spila fyrir nemendur í Forskóla ll og kynna hljóðfærin sín. Eru öll hljóðfæri sem kennt er á í skólanum kynnt á þennan hátt.  Þetta á að auðvelda forskólanemendum að velja sér hljóðfæri þegar (og ef) þeir sækja um skólavist síðar í vor fyrir næsta skólaár. Þessir tónleikar verða laugardaginn 6. Febrúar kl. 11:30 og eru eingöngu fyrir nemendur í Forskóla ll og aðstandendur þeirra.Tónleikastaður er í skólanum, Lindagötu 51, í salnum á 2. hæð.

Nú erum við búin að missa TÓNLEIKASALINN sem við höfðum til afnota í Listaháskóla Íslands, þ.e. SÖLVHÓL  við Skúlagötu / Klapparstíg. En okkur hefur tekist að finna mjög góðan tónleikasal í staðinn. Sá heitir SNORRABÚÐ, og er tónleikasalur Söngskólans í Reykjavík. Söngskólinn í Reykjavík er við Snorrabraut 54, stór og myndarleg bygging sem hýsti áður Osta- og Smjörsöluna í Reykjavík. SNORRABÚÐ er sérbygging með aðkeyrslu frá Snorrabraut og er salurinn EKKI í aðalbyggingunni heldur sérbygging á vinstri hönd eftir að keyrt er inn frá Snorrabraut. Þar eru einnig ágætis bílastæði.

Dagana 15. og 16. febrúar verða haldin stigspróf, bæði innanhúspróf og próf á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna.  Miðvikudaginn 10. febrúar (Öskudag) er starfsdagur kennara og fellur þá öll kennsla niður. Fimmtudag og föstudag 25. og 26. febrúar er vetrarfrí eins og í flestum grunnskólum borgarinnar og þá daga fellur einnig niður öll kennsla.

Páskaleyfi í skólanum er frá mánudegi 21. mars til mánudags 28. mars að báðum dögunum meðtöldum.

Helgina 16. -17. apríl verða haldnir „blandaðir“ tónleikar í Snorrabúð, þar sem allir hljóðfæranemendur skólans koma fram.

Vortónleikar skólans þ.e. opinberir vortónleikar verða síðan haldnir laugardaginn 7. maí í Snorrabúð.

Stigspróf (innanhúspróf) og áfangapróf á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna verða haldin í maí,

dagana  2. – 3. maí og 17. – 19. maí.

 

Síðasti dagur tónfræðikennslunnar (hóptímanna) verður fimmtudagur 5. maí, en síðasti dagur hljóðfærakennslunnar verður föstudagur 13. maí.

Útskrift nemenda og skólaslit verða föstudaginn 27. maí.

Desember 2015

Nú er tónleikahaldi lokið fyrir jól í Tónmenntaskólanum.

Allri Tónfræðakennslu (hópkennslu) er lokið fyrir jólaleyfi en hljóðfærakennslan heldur áfram til föstudagsins 18. desember.

Jólaleyfi hefst mánudaginn 21. desember.

Fyrsti kennsludagur eftir áramót er mánudagur 4. janúar 2016.

Skólastjóri