Jólaleyfi

Vinsamlega athugið að engin hóptímakennsla er í “jólavikunni” okkar 10.-14.des. Hljóðfæratímar verða ýmist í skólanum eða sem jólasamspil úti í bæ.

Jólaleyfi verður í Tónmenntaskólanum 15.desember – 6.janúar.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.
Sjáumst hress í janúar.
Kær kveðja,
Skólastjóri

Skólapeysur

Nýstofnað foreldrafélag skólans hefur ákveðið að bjóða upp á hettupeysur merktar skólanum okkar.
Allur hagnaður af þeirri sölu rennur beint í foreldrafélagið okkar.
Peysurnar hanga upp í skólanum til mátunar og pöntunar.
Pantanir og greiðslur verða að klárast fyrir 22. nóvember.
Peysurnar eru gráar með bláu merki skólans að framan og nafni skólans á bakinu.
Verð :
Rennd peysa 5.000-kr.
Heil peysa 4.500- kr.
Greiðsluupplýsingar:
Reikn. 0513-26-14522
kt.510478-0299
Vinsamlegast skráið nafn barns í skýringar greiðslu
Kær kveðja
Foreldrafélag Tónmenntaskóla Reykjavíkur