Ný Rytmadeild – Miðstöðin

Í Tónmenntaskóla Reykjavíkur eru laus örfá pláss í Miðstöðina.

Miðstöðin er sameiginleg rytmadeild Tónmenntaskóla Reykjavíkur,  Nýja tónlistarskólans og Tónlistarskólans í Grafarvogi.

Deildinni er ætlað að koma til móts við áhugasvið þeirra nemenda sem vilja stunda tónlistarnám af kappi en hafa meiri áhuga á námi í popptónlist en hefðbundnu klassísku tónlistarnámi.
Kennt er eftir rytmískri aðalnámskrá tónlistarskólanna og er mikil áhersla lögð á samspil í deildinni. Allir nemendur Miðstöðvarinnar fá bæði einkatíma og samspilstíma, en nemendur eru einnig hvattir til að mæta sem gestir í einkatíma félaga sinna í þeim samspilsverkefnum sem þeir eru í.
Á undanförnum árum hefur Miðstöðin staðið fyrir fjölda útitónleika á götum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga í samstarfi við sveitarfélögin. Nemendur hennar hafa tekið þátt í ýmsum keppnum svo sem Músíktilraunum og Nótunni og nefna má að hljómsveitir á vegum deildarinnar hafa unnið Jólalagakeppni Rásar 2 þrívegis.

Hljómsveitir deildarinnar hafa einnig leikið á útitónleikum erlendis í samstarfi við bæði Kaupmannahafnarborg og Berlínarborg. Verkefni tengd deildinni hafa auk þess tvívegis hlotið Erasmus+ styrki á vegum Evrópusambandsins til samstarfs við nemendur í öðrum löndum.

Um 20 nemendur eru nú í hljómsveitarstarfi á vegum deildarinnar í fjórum hljómsveitum.

Nefna má að ein hljómsveitin sem starfar innan Miðstöðvarinnar og er skipuð 15-16 ára ungmennum leikur nú á vikulegum klukkustundar tónleikum flesta fimmtudaga á Hressingarskálanum oft fyrir fullu húsi.
Hægt er að sjá verkefni á vegum deildarinnar á youtube undir „miðstöðin“.

Áhugasamir vinsamlegast sækið um (merkið við rytmadeild) í gegnum Rafræna Reykjavík fyrir 9.janúar 2019. Umsækjendur verða að vera fæddir 2007 eða fyrr. Umsækjendur sem hafa tónlistarnám að baki, á hvaða hljóðfæri sem er, ganga fyrir.

Fleiri fréttir

Opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna næsta skólaárs, 2023-2024.  Athugið að sótt er um hér á heimasíðu skólans, EKKI á rafænni Reykjavík. Nemendur, sem nú þegar stunda nám og nemendur á biðlista við skólann fá forgang til 6. apríl, en eftir það eru aðrar umsóknir teknar

Lesa meira

Tónleikar – Tónleikar

Laugardagana 11. og 18. mars verða tónleikar hér í skólanum allan daginn frá kl. 11 og á nær klukkutíma fresti til kl.18:00. Á þessum tónleikum munu allir nemendur skólans (utan forskólanemendur sem létu ljós sitt skína mánudaginn 6. mars) fá tækifæri til

Lesa meira

Hljóðfærakynning og heimsókn í forskóla II

Mánudaginn 6. mars, kl.15:30 munu nemendur í forskóla II bjóða foreldrum í heimsókn í skólann. Þeir munu sýna hvað þeir hafa verið að vinna í forskólanum auk þess sem kynnt verða hin ýmsu hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Þetta

Lesa meira

Vetrarleyfi

Dagana 20. – 24. febrúar (báðir dagar meðtaldir) er Vetrarleyfi í Tónmenntaskólanum. Vinsamlega athugið að skrifstofan er þá lokuð en opnar aftur mánudaginn 27. febrúar kl.13.

Lesa meira

Þemavika

Þemavika hefst í skólanum á mánudaginn, 23. janúar. Á þemaviku verða 30 námskeið í boði og því ljóst að hún verður skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu og við hlökkum mikið til. Nemendur eru skráðir í mismörg námskeið út vikuna. Skólinn mun

Lesa meira

Jólatónleikar

Jólatónleikar skólans verða laugardaginn 10. desember kl. 14 í Bústaðakirkju. Á þeim tónleikum spila ekki allir nemendur skólans en hins vegar eru allir velkomnir að koma og hlusta.

Lesa meira

Masterclass – Svana Víkingsdóttir

Fimmtudaginn 10. nóvember kl.18 – 20, mun skólinn fá góðan gest í heimsókn en þá ætlar Svana Víkingsdóttir að halda masterclass fyrir píanónemendur. Svana hefur áratuga reynslu af píanókennslu en hún hefur m.a. kennt við MÍT og FÍH. Við hvetjum

Lesa meira

Haustfrí

Haustfrí er í Tónmenntaskólanum dagana 19. – 25. október að báðum dögum meðtöldum.

Lesa meira

Spuna námskeið

Nemendum í 4. – 8. bekk Tónmenntaskólans er boðið upp á námskeið í spuna undir handleiðslu Catherine Maríu Stankiewicz.Námskeiðið er kynning að grunnþekkingu í spuna með tónsköpun að leiðarljósi. Leitast er eftir að þjálfa með nemendum meðvitund og næmni, jafnt

Lesa meira

Skólapeysur – skólapeysur

Næstu tvær vikurnar (12. – 25. sept) stendur foreldrafélagið sem fyrr fyrir sölu á skólapeysunum sívinsælu, en þar gefst tækifæri til að kaupa peysur með merki skólans.Fyrir framan biðstofu skólans má sjá eintök af peysunum í mismunandi stærðum. Þar liggur

Lesa meira

Add Your Heading Text Here