Sérstaða Tónmenntaskólans

Sérstaða Tónmenntaskólans er nokkur meðal tónlistarskóla á Íslandi.  Í því sambandi má nefna:

  • Nemandi sem hefur nám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur þarf að eiga heima Reykjavík og hafa náð sex ára aldri það ár sem nám hefst. Undantekning er fiðluforskóli fyrir 5 ára börn.
  • Tónmenntaskólinn einskorðar sig við kennslu barna á grunnskólaaldri (um 6 til 16 ára).
  • Nemendum Tónmenntaskólans er skipt í bekki nokkurn veginn eftir aldri.
  • Tónfræðagreinar eru kenndar í bekkjum í fámennum hópum og er skylda fyrir alla nemendur í 1. – 8. bekk skólans að sækja þessa hóptíma.
  • Samvinna við íslensk tónskáld er fastur liður í starfsemi skólans.