Vormat

Á vorin fá nemendur vitnisburð um árangur vetrarins á þar til gerðu eyðublaði í formi talna (stigspróf), orða (ágætt, mjög gott, gott, o.s.frv.) og skriflegra umsagna.  Árangur á stigsprófi segir aðeins óbeint til um atriði eins og ástundun og árangur.  Þessi atriði eru því sérstaklega metin sem hluti af vetrareinkunn.  Vormat ásamt öðrum upplýsingum er sent í pósti til aðstandenda nemenda um mánaðamótin maí / júní.  (Sjá nánar í viðauka bls. 49.)

Skólaslit eru í lok maí að lokinni kennslu, prófum og starfsdögum kennara.  Skólaslitin eru einungis ætluð nemendum sem útskrifast og aðstandendum þeirra.  Þetta á við nemendur sem útskrifast úr 6. bekk og úr framhaldsdeildum, þ.e. 7. og 8. bekk.