Nemendur – fjöldi, aldur og dreifing

Eins og áður segir er Tónmenntaskóli Reykjavíkur einkum ætlaður nemendum á grunnskólaaldri.  Nemendafjöldi var lengi vel frá 450 – 500 á ári.  Hin síðari ár hefur skólinn þó séð sig knúinn til að minnka nemendafjöldann mjög mikið vegna einsetningar grunnskólans.  Er nú svo komið að nemendafjöldi í skólanum er 230 – 250.  Alltaf hafa einhverjir eldri nemendur sem koma annars staðar frá verið teknir beint inn í skólann án þess að fara fyrst í forskólann.  Þeir fara þá beint inn í þá bekki sem henta þeim hvað aldur varðar og fá stundum aukakennslu í tónfræði til að standa jafnt að vígi og nemendur sem hafa farið í gegnum kerfi Tónmenntaskólans frá upphafi.

Hlutfall nemenda sem útskrifast hafa yfir 10 ára tímabil (1993 – 2003):

úr 6. bekk (almennum deildum skólans):     15%
úr 7. bekk (fyrri bekk framhaldsdeildar):     20%
úr 8. bekk (síðari bekk framhaldsdeildar):  100%

Margir nemendur sem útskrifast úr 7. og 8. bekk halda áfram námi, flestir í Tónlistarskólanum í Reykjavík en einnig í öðrum skólum.  Margir fyrrverandi nemendur skólans eru atvinnu-hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands eða þekktir tónlistarmenn.

Skipting nemenda eftir kynferði yfir 10 ára tímabil (1993 – 2003):

Stúlkur 59%                  Piltar 41%

Ef litið er á skiptingu kynja milli einstakra hljóðfæraflokka eru niðurstöður eftirfarandi miðað við tímabilið 1993 – 2003:

Stúlkur Piltar
Píanó 69% 31%
Strengjahljóðfæri 64% 36%
Tréblásturshljóoðfæri 53% 47%
Málmblásturshljóðfæri 10% 90%
Slagverkshljóðfæri 0% 100%