Skapandi starf

Í aðalnámskrá tónlistarskóla segir undir sköpun eigin tónlistar m.a. (bls. 15):
Nemendur:

  • læri og þjálfist í að setja fram eigin tónhugmyndir bæði skriflega og leiknar af fingrum fram
  • læri og þjálfist í að setja saman hefðbundnar eða óhefðbundnar tónsmíðar
  • læri og þjálfist í að spinna út frá gefni upphafi, hljómferli eða öðrum aðferðum

Auk þess er fjallað um skapandi starf í aðalnámskránni á bls. 27.

Tónmenntaskólinn reynir að sinna þessu skapandi starfi á eftirfarandi hátt:

  1. Í allri kennslu í Tónmenntaskólanum er skapandi starf hluti af náminu.  Það byrjar í forskóla og endar í 8. bekk skólans.  Skapandi starf á sér oft stað í smáhópum innan bekkjarheildarinnar og í hljóðfæratímum.  Verkefnið getur t.d. verið að semja litla tónsmíð, hljóðsetja og “dramatisera“ sögu eða atburð, semja tónverk í tilteknu formi, með spuna á hljóðfæri eða með enn öðrum hætti.
  2. Skólinn hefur í gegnum árin fengið til liðs við sig íslensk tónskáld til að semja verk fyrir nemendur skólans (t.d. hljómsveitirnar) eða með því að vinna beint með nemendum að sameiginlegum verkefnum.  Reynslan af þessari samvinnu er mjög góð og ætlar skólinn að halda áfram þessu samstarfi við íslensk tónskáld.

3. Kennarar sinna ýmsu skapandi starfi í hljóðfæratímum (einkatímum).