Hóptímar

Eftir að forskóla lýkur sækja nemendur hóptíma samhliða hljóðfæranáminu.  Kennslan er fjölbreytt og í beinu framhaldi af náminu í forskólanum.  Leitast er við að samþætta tónfræði, tónheyrn, hlustun, greiningu og skapandi starf.

Eins og áður segir þarf nemandi að öðru jöfnu að hafa lokið Grunnprófi á hljóðfæri og í tónfræði, miðað við núverandi áfangaprófakerfi, til að komast í framhaldsdeildir skólans.  Í framhaldsdeildum er unnið áfram að tónfræði og farið í undirstöðuatriði hljómfræðinnar.  Einnig er töluvert hlustað á tónlist, hún formgreind og farið í tónlistarsöguleg atriði.  (Þetta á við um sjöunda og áttunda bekk skólans.)  Í áttunda bekk er sú nýbreytni að 2 eða fleiri kennarar kenna tónsmíðar, hlustun, greiningu, formfræði tónlistarsögu o.fl. yfir veturinn.  Lögð er áhersla á skapandi starf og nemendur skila af sér ýmsum léttum tónsmíðaverkefnum.