Námskipan

Taflan hér að neðan lýsir gróflega skipan náms við Tónmenntaskóla Reykjavíkur.

Kennslufyrirkomulag Kennslustundir á viku Lengd kennslustunda (í mín) Fjöldi nemenda í hópi
 Forskóli I og II:  2  50  7 – 9
 Fiðluforskóli:  2  um 30  1 – 2
 Hljóðfæratímar:  2  30  1
 eða 1  60  1 (eldri nemendur)
 1. – 4. bekkur, hóptímar:  1  50  6 – 8
 5. – 7. bekkur, hóptímar:  1  50 – 65  5 – 7
 8. bekkur, hóptímar:  1  65 – 100  5 – 7
 Blásarasveit I & II:  2  90 – 120  breytilegur
 Strengjasveit I & II:  2  90 – 120  breytilegur
 Stórsveit:  2  90 – 120  17 – 18
 Samspilshópar:  Samsettir af ólíkum hljóðfærum og starfa óreglulega.

Nám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur fer fram í 8 bekkjum og er deildaskipt sem hér segir:  Forskóli, almennar deildir (1. – 6. bekkur) og framhaldsdeildir (7. og  8. bekkur).  Til að komast í framhaldsdeildir, miðað við gamla stigsprófakerfið, þurftu nemendur helst að hafa lokið gamla 3. – 4. stigi á hljóðfæri og í tónfræði.  Þó mátti  gera undantekningu með hljóðfærastigið og leyfa nemanda sem ekki hafði lokið 3. stigi að fara í framhaldsdeildir enda lyki hann 3. stigi strax að hausti.

Nú þegar nýju prófakerfi samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla hefur verið komið á fellur  þetta fyrirkomulag að skipulagi aðalnámskrár um skiptingu tónlistarnáms í grunnnám að meðtöldu fornámi, miðnám og framhaldsnám samkvæmt eftifarandi lýsingu (sjá aðalnámskrá bls. 17 – 18):  Forskóli Tónmenntaskólans sinnir fornámi, grunnpróf  yrði að jafnaði tekið í 5. bekk  (eða í síðasta lagi í 6. bekk) og nemendur sem útskrifast úr 7. eða 8. bekk ljúka miðprófi ef nokkur kostur er.  Gömlu stigsprófin eru hinsvegar ekki aflögð með öllu.  Forpróf sem svipar til gamla 1. stigs prófs er tekið að jafnaði eftir 2 – 3 ára hljóðfæranám (í 3. – 4. bekk skólans) og millipróf sem svipar til gamla 4. stigs prófs er tekið á milli grunnprófs og  miðprófs, hugsanlega í 4. – 5. bekk eða 5. – 6. bekk.  Einnig er hugsanlegt að gömlu stigin verða látin halda sér, þ.e. 1. og 2. stig, síðan kæmi Grunnpróf í stað 3. stigs, síðan 4. stig og loks Miðpróf í stað 5. stigs.  Reynsla næstu ára munu skera úr um hvor leiðin verður valin.