Klarinett

Klarinett

Klarinett er tréblásturshljóðfæri búið til úr svörtum viði og fallegur mjúkur hljómur þess svipar til söngraddarinnar. Það er sérstakt því það getur spilað mjög djúpar nótur en líka mjög háar nótur og styrkleikasvið þess er afar vítt, frá mjög sterkum tónum yfir í mjög veika tóna.

Klarinettið er gamalt hljóðfæri en vinsældir þess jukust mjög fyrir um 200 árum þegar hið fræga tónskáld W. A. Mozart tók ástfóstri við hljóðfærið og samdi fyrir það mörg falleg lög. Klarinett er notað í sinfóníuhljómsveitum, spilar t.d. köttinn í Pétri og úlfinum eftir Prokofiev, og eins er það mikið notað í klezmer- og jazz tónlist. 

Til eru um 12 mismunandi tegundir af mismunandi stórum klarinettum. Það klarniett sem flestir byrja að læra á heitir B – klarinett. Nemendur þurfa að vera orðnir um átta til níu ára til að læra á það og það hjálpar að hafa lært dálítið á blokkflautu fyrst. Til eru minni og léttari klarinettur, svokallaðar C klarinettur, sem gefa möguleika á að byrja nokkru fyrr, eða um sjö ára aldur. Skólinn leigir nemendum sem þess óska klarinett.

Kennarar
Finn Schofield
Hljóðdæmi

Kennslustundir á viku
2
Lengd kennslustunda
30
Fjöldi nemenda í hóp
1

Add Your Heading Text Here