Full kennsla verður í Tónmenntaskólanum í dag, mánudag 7. febrúar, samkvæmt stundaskrá enda veðrið gengið niður. Við fögnum degi tónlistarskólanna sem er í dag með Þematónleikum kl.18. Vegna aðstæðna er aðeins aðstandendum þeirra barna sem spila boðið á tónleikana. Við sjáum þó fram á bjartari tíma og getum vonandi haft fullt hús á tónleikum í mars.
Síðustu kennsludagar / Vortónleikar
Síðasti dagur tónfræðikennslunnar: Föstudagur 13. maí Síðasti dagur forskóla I og forskóla II: Miðvikudagur 18. maí Síðasti dagur hljóðfærakennslunnar: Föstudagur 20. maí VORTÓNLEIKAR : Laugardaginn 21. maí kl.11 í IÐNÓ, allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.